Láttu ekki smámálin í ástinni ergja þig...

 

Maki þinn er dýrmætur – láttu hann finna það

Ein fallegasta ástarjátning sem til er, einhver yndislegustu skilaboð sem þú getur sent maka þínum hljóða eitthvað á þessa leið: “Þú ert það dýrmætasta sem ég á”  Það er fátt sem yljar manni eins um hjartarætur og vissan um að einhver elskar mann eins og maður er, að maður skipti verulegu máli í lífi þeirra manneskju sem maður elskar.  Þessi vissa fyllir mann öryggi og löngun til að vera trúr þessari manneskju sem kann svo vel að meta mann.  
Þetta er allt í senn, hrós, traustyfirlýsing og gullfalleg ástarjátning.

Besta leiðin til að koma þessum skilaboðum til makans er – jú, einmitt – einfaldlega að segja honum það.  Láttu maka þinn vita það með reglulegu millibili hvað það er sem þú kannt best við í fari hans.  Vertu nákvæmur.  Ef þú stenst ekki brosið hans, hláturinn, eitthvað sem hann gerir eða segir, láttu hann vita það.  Ekki ganga út frá því sem vísu að hann viti hvers vegna þú elskar hann – það getur vel verið að hann hafi ekki hugmynd um það.  Það getur verið að þú hafir ekki sagt honum það lengi, lengi.

Ein af aukaverkunum þessarar ástarjátningar er sú að sambandið styrkist og endurnýjast.  Með því að einblína á jákvæða þættina í fari hans, siðum og hegðun, þá dregurðu athygli ykkar beggja að því sem er gott í sambandinu, þú ferð að hugsa um það góða sem býr í ykkur báðum.  Það hjálpar þér að líta fram hjá göllunum og kemur í veg fyrir að þú látir smámálin ergja þig.  Og það sem meria er: Þegar maki þinn veit nákmvæmlega hvað það er sem þú kannt best að meta í hegðun hans og viðhorfum, þá aukast líkurnar á að hann hegði sér fremur þannig. Dæmi: Ef þú segir við maka þinn: ”Mér finnst yndislegt að þú skulir alltaf muna eftir að þakka mér fyrir þegar ég hef lagt mig fram um að gera eitthvað fyrir þig” – þá er nokkuð öruggt að hann mun halda því áfram.  Þín jákvæðu viðbrögð styrkja þessa jákvæðu hegðun.  Ef þú hins vegar tekur því sem sjálfsögðum hlut að hann þakki þér fyrir það sem þú gerir fyrir hann, og maki þinn veit ekki hvort það skiptir þig yfirhöfuð nokkuð máli, eru mun meiri líkur á að með tímanum hætti hann að þakka þér fyrir.

Ein góð vinkona okkar er sálfræðingur sem hefur sérhæft sig í hjónaráðgjöf.  Hún fullyrðir að flestir skjólstæðingar hennar viti upp á hár hvað í fari þeirra fari mest í taugarnar á maka þeirra en hafi ekki hugmynd um hvað í fari þeirra hann kunni best að meta.  Það er ekki að furða þó þetta fólk þurfi ráðgjöf!  Hún heldur því fram að um leið og fólk fari að horfa meira á það jákvæða í fari maka síns – í stað þess að einblína eingöngu á það sem gæti verið eða ætti að vera öðruvísi – gjörbreytist sambandið til hins betra.

Eins og flest hjón höfum við gengið saman í gegnum súrt og sætt – aðallega þó sætt.  Eitt hefur samt ekki breyst: Við elskum og virðum hvort annað.  Ég er það dýrmætasta sem hún á – og hún er mitt dýrasta djásn. 
Við vonum að þið getið sagt það sama.

Kafli úr bókinni ”Láttu ekki smámálin í ástinni ergja þig” eftir Richard og Kristine Carlson

Leyfðu maka þínum að ganga af göflunum endrum og sinnum 

Það breytir engu hvert eða hversu rólyndur og jákvæður þú alla jafna ert, af og til mun lífið fara óstjórnlega í taugarnar á þér.  Og það er ekkert jafn dásamlegt og að eiga maka sem leyfir manni að ganga bókstaflega af göflunum endrum og sinnum án þess að gagnrýna, skamma, leiðrétta eða dæma mann.  Það er dásamlegt og bókstaflega róandi að eiga maka sem ekki sturlast í hvert sinn sem þú missir stjórn á þér.  Það gerir þér kleift að rasa út, setjast svo niður og jafna þig, reyna að sjá hlutina í réttu samhengi og komast yfir það sem gerði þig geggjaðan rétt áðan.

Ég virðist ekki missa stjórn á mér mjög oft.  Ég er lánsamur að því leyti.  Yfirleitt er ég sáttur og hamingjusamur.  Einn af kostunum við að vera kvæntur Kris er sá að þá sjaldan ég geng af göflunum hefur það nánast engin áhrif á hana.  Í stað þess að fara í vörn og svara mér fullum hálsi sýnir hún mér einstakan skilning og samúð, tekur þessu geðvonskukasti mínu eins og hverju öðru hundsbiti.  Ég spurði hana einu sinni af hverju það raskaði ekki ró hennar þegar ég missti stjórn á mér.  Svar hennar greyptist í huga mér og hefur síðan oft hjálpað mér í gegnum svona tilfinningaóveður.  Hún sagði: “Ég sé ekki af hverju í ósköpunum þú ættir að vera e-ð öðruvísi en við hin?  Það sem hún átti auðvita við er að öll erum við á sama báti.  Öll erum við að hamast við að gera okkar besta, kljást við okkar eigin einstöku vandamál, álag, ótta, áhyggjur og geðsveiflur.  Öll þurfum við að slást við eigin skuggahliðar.  Þetta eru gömul sannindi og ný.  Stundum þegar ég er dapur, reiður, hræddur eða kvíðinn, og vorkenni sjálfum mér svakalega, spyr ég mig í huganum: “Richard, af hverju í ósköpunum ættir þú að vera e-ð öðruvísi en við hin?  Prófaðu þetta næst þegar þér finnst lífið leika þig grátt – þetta fær mann til að sjá heiminn í fókus.

Næst þegar maki þinn sleppir sér út af einhverju sem ekki getur flokkast sem raunverulegt neyðartilfelli, prófaðu þá eitt.  Í stað þess að gagna af göflunum með honum eða hafa verulegar áhyggjur af sálarástandi hans – haltu þá róg þinni.  Vertu skilningsríkur – án þess að ætla að reyna að leysa málið fyrir hann.  Það myndi bara auka á vanlíðan hans.  Leyfðu honum að rasa út, kvarta, kveina eða öskra. Það hjálpar til.

Árangurinn mun trúlega koma þér skemmtilega á óvart.  Í flestum tilfellum mun makinn skynja sálarfrið þinn og smám saman færist ró yfir hann.  Þegar fólk gengur af göflunum fær það mjög oft þau skilaboð frá umhverfinu að það sé óviðeigandi og á e-n hátt rangt að gera það.  Ef þú getur haldið ró þinni meðan þessi hvirfilvindur gengur yfir, þá mun maki þinn finna til mikils léttis.  Honum finnst hann loksins hafa fengið frelsi til að vera ekki fullkominn, frelsi til að vera manneskja.  Þetta er mjög merkilegt því í raun þarftu ekkert að gera.  Þú þarft bara að vera til staðar fyrir hann.  Það er í raun það sem þú gerir ekki, sem hefur þessi stórkostlegu áhrif.

Ég held að ég sleppi mér sjaldnar en áður – einfaldlega vegna þess að ég veit að það væri allt í lagi þó ég gerði það.  Þetta kann að hljóma undarlega en er engu að síður staðreynd.  Ég hugsa að ef ég væri hræddur við að láta tilfinningar mínar í ljós, jákvæðar jafnt sem neikvæðar, þá myndi álagið innra með mér aukast og ég myndi “springa” oftar en ella. 

Þess vegna er það einlæg von okkar að þú prófir þetta.  Það er nefnilega óskaplega notalegt og hughreystandi að fá stundum að ganga af göflunum.


Úr bókinni “Láttu ekki smámálin í ástinni ergja þig” eftir Kristine og Richard Carlson

Ekki rugla saman eigin vanlíðan og sambúðarvandamálum

Þegar þér líður illa, ert kvíðinn, hræddur, undir álagi eða ófullnægður, þá reynir þú að finna út hver ástæðan er, þú reynir að finna sökudóginn, finna rökræna skýringu á vanlíðan þinn.  Þetta er bæði skynsamlegt og mannlegt.  Þú veist að um leið og þú finnur út hvers vagna þér líður svona er von til að þú getir lagað það.

Hitt er öllu verra að margir nenna ekki að leita of lengi og skella því skuldinni nánast alltaf á samband sitt við makann.  Fyrst mér líður svona illa, þá hlýtur e-ð að vera að í hjónabandinu.  Um leið og þetta kemur upp í hugann verður ekki aftur snúið.  Þú tínir umsvifalaust allt til sem er ekki fullkomið í sambandinu.  Þú ferð að velta þér upp úr öllum göllum maka þíns og rifjar upp allar gömlu syndirnar hans.  Allt í einu finns þér þarfir þínar alltaf sitja á hakanum.  Þú ferð að rifja upp alla rómantíkina úr tilhugalífnu og bera saman við líf ykkar nú.  Og smám saman vex vandinn. 

Ef þú hins vegar reynir að horfa á þetta ferli úr fjarlægð, þá kemurðu fljótlega auga á að í flestum tilfellum er það í kjölfar pirrings sem þessi svokölluðu sambúðarvandamál hertaka huga þinn.  Með öðrum orðum, pirringurinn kemur fyrst, sem síðan leiðir til þess að þú ferð að skoða, skilgreina og jafnvel búa til vandamál.  Þegar þú ert undir álagi, þreyttur, ergilegur og áhyggjufullur, ertu ekki í nokkru ástandi til að hugsa skýrt.  Hugurinn er fullur af neikvæðum hugsunum og tilfinningum.   Og þá hættir þér til að skella skuldinni á þann sem stendur þér næst sem oftar en ekki er maki þinn.  Í rauninni er nákvæmlega sama hvaða skýring þér dettur í hug – þegar þú ert langt niðri, þá virðist hún fullkomlega rökrétt.  Þú hugsar kannski e-ð  á þessa leið: “makinn minn skilur mig ekki” og af því að þér líður illa hljómar skýringin fullkomlega eðlilega í þínum eyrum.   Þú getur meira að segja rökstutt þessar tilfinningar þínar með hópi af nákvæmum dæmum.  Því miður er það nefnilega þannig að þegar okkur líður illa eða við finnum til óöryggis, þá virðis nánast allt vera vandamál – okkur vex allt í augum.  Og það versta er að okkur finnst þetta allt standast.  Þetta er ein að þessum hugsanagildum sem skána ekkert með árunum.  Það gildir einu hvort sambandið er glænýtt eða gamalt – við göngum í þessa sömu gildru aftur og aftur og aftur.

Það þýðir ekki að ölll vandamál sem þú veltir fyrir þér þegar þér líður illa séu ímyndum ein.  Það er því miður ekki svo gott.  Sum vandamál eru alvöruvandamál.  Hins vegar er ágætt að hafa það í huga að alvöru vandamál eru jafn svakaleg í huga manns þegar maður er kátur og þau voru þegar maður var niðurdreginn og dapur.  Engu að síður er það staðreynd að oft, en ekki alltaf, eiga vandamál, sem virðast óyfirstíganleg þegar maður er dapur, til að gufa gjörsamlega upp þegar það birtir til í huga og hjarta manns.  Og þetta er það sem við köllum hugsanagildru.

Ef þú nært að sneiða hjá þessari gildru getur líf þitt gjörbreyst til hins betra.  Og lykilorðið er þetta, ef þér líður illa, taktu þá ekki sjálfan þig, huganir þínar og tilfinningar alltof hátíðlega.  Þegar þú ert dapur er sjóndeildarhringurinn þrengri, skynsemin minni og innsæið nánast ekkert.  Í stað þess að leita skýringar á vanlíðan þinni - frestaðu þá öllum skilgreiningum og minntu sjálfan þig á að þú ert ekki í neinu ástandi til að sjá hlutina í réttu ljósi.  Gerðu ekki neitt, bíddu eftir því að það birti til.  Veltu þér ekki upp úr neikvæðum hugsunum, hunsaðu þær og umfram allt, ekki reyna að skilgreina og skýra allar tilfinningar sem upp kunna að koma.  Með þessu móti bólusetur þú samband ykkar og forðar ykkur frá alls konar hvunndagsharmleikjum.  Því minni gaum sem þú gefur neikvæðum hugsunum þínum og tilfinningum – því fyrr mun brúnin á þér léttast og það rofa til í kollinum á þér.

Auðvitað er þetta hægara sagt en gert.  Þó ráðið sé einfalt er ekki alltaf jafn einfalt að nýta sér það.  Ástæðan er sú að í hvert sinn sem þú verður pirraður gerir tilhneigingin til að skilja vart við sig.  En – æfingin skapar meistarinn – og því oftar sem þér tekst að husa tilfinningar þínar rétt á meðan það er þungskýjað í huga þínu – því meiri líkur eru á að þér takist að forða sambandinu frá alvöru óveðri og hvirfilbyljum.
Úr bókinni “Láttu ekki smámálin í ástinni ergja þig” eftir Kristine og Richard Carlson

Komdu á jafnvægi í lífi þínu

Það gengur svo mikið á í lífi okkar flestra að það er orðið heilmikil jafnvægislist að komast í gegnum hvern einasta dag.  Flest erum við í endalausu kapphlaupi við klukkuna, taugaóstyrk og ör.  við erum í stðugu tímahraki og afgreiðum öll mál á mettíma.  Og tæknin sem upphaflega átti að koma okkur til bjargar hefur aðeins aukið á hraðann enn frekar, er orðin svipa sem keyrir okkur áfram.  Flest búum við við öll nútíma þægindi og eigum alls konar tæki sem eiga að spara tíma – samt þekkjum við engan sem ekki kvartar undan tímaskorti.  Miðað við þetta hljótum við að geta ályktað sem svo að þessi vanlíðan okkar stafi af e-m innri þáttum og þeim lífsháttum sem við höfum valið okkur.

Það er afar mikilvægt að við gefum okkur tíma til að velta því fyrir okkur hvort við viljum í ran lifa lífinu á þennan hátt, hamast eins og hamstar í hjóli og verða stöðugt að bregðast við öllu sem upp kemur eins og um neyðartilvik sé að ræða.  Væri það nú ekki notalegra að geta róað sig aðeins og einbeitt sér að hverju viðfangsefni fyrir sig?  Forsenda fyrir sálarfriði er jafnvægi á sem flestm sviðum lífsiins.

Þegar við erum í ójafnvægi stefnum við heilsu okkar í hættu, fjölskyldulífið verður ruglingslegt og sambönd okkar annaðhvort innantóm eða stormsöm.  Um leið og okkur tekst að koma jafnvægi á í lífi okkar hverfa þessar neikvæðu tilfinnaingar, við fyllumst friði og þakklæti fyrir að vera á lífi.

Hugaðu um lífið sem pendúl sem sveiflast fram og til baka.  Þitt markmið er að halda pendúlum sem næst miðju, draga úr þessum svakalegum sveiflum.  Þegar pendúllinn sveiflast of langt til vinstri, þa´neðist þú til að gera e-r brytingar seo hann fari að leita til hægri á ný og helst svo hann því sem næst staðnæmist í miðjunni.  Best mælikvarðinn á hversu vel þér tekst til er þin eigin innri líðan.  Ef þér líður vel og þú finnur fyrir innri frið og sátt þá ertu trúlega nokkuð nærri miðjunni og getur verið nokkuð viss um að þú ert að gera rétta hluti.  Ef þér hins vegar líður illa, finnst lífið yfirþyrmandi og óviðráðanlegt – á er pendúllinn á fleygiferð og þú neyðist til að gera e-r gagngera breytingar.

Til að ná jafnvægi í lífinu er best að nota bara heilbrigða almenna skynsemi – og forðast allar öfgar, ef hægt er.  Að vinna átjan tíma á sólarhing er augljóslega alltof mikið.  Að sofa þrjá tíma á sólahring er alltof lítið.  Þú þarft að kannski ekki að stunda límasrækt í tvo tíma á dag, en þú þarft engui að síður að stunda e-s konar reglulega hreyfingu.  Mundu: Engar öfgar – þetta snýst um jafnvægi.  Taktu ákvaðarnir sem miða að heilbrigðu líferni, án öfga og hamingjan er þín.

Hvaða áhrif hefur ójafnvegið á samband þitt?  Richard og ég fórum um daginn út að borða.  Á næsta borði sat par sem greinilega hafði mælt sér mót á þessum stað tila ð borða saman hádegisver.  En þau voru bæði að tala í saimann meðan þau borðuðu matinn, þau hlógu bæði og spjölluðu, við e-t allt annað fólk, einhvers staðar út í bæ.  Svolítið ójafnvægi, eða hvað?

Lífið verður kannski ekkert fullkomið þó þú komist í jafnvægi, en eitt er á hreinu, lífgæði þín munu aukast til muna og samband þitt við annað fólk verða innilegra, nánara, dýpra og mun betra.  Þannig að þó við náum kannski aldrei fullkomnu jafnvægi, þá er það vel þess virði að miða að því.

Úr bókinni “Láttu ekki smámálin í ástinni ergja þig” eftir Kristine og Richard Carlson 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband