Markmið

Þýðingarmikið er að hafa markmið í lífinu og stefna stöðugt að því.
Sjáðu raunverulegan tilgang og áætlun í lífi þínu þó þú sért ekki alltaf fær um að sjá markmiðið skýrt; því þegar þú ferð niður í dal eða leiðin er hlykkjótt, getur þú ekki alltaf séð fyrir næsta horn.  Þú munt finna af og til að þér er gefin hvetjandi andleg upplifun sem fleytir þér áfram í gegnum erfiðleikana.  Það gerir þér fært að halda áfram, skiptir engu máli hvað það er sem þú ert að horfast í augu við. 

Stefndu hátt – því hærra því betra.

Haltu áfram að vaxa og þroskast til að komast þangað.  Þú getur ekki haldið að þér höndum og verið ánægður með þig; þú getur ekki haldist á sama stað.  Þú þarft alltaf að teygja þig yfir á næsta þrep í stiga lífsins.  Þú veist að sérhvert skref færir þig nær markmiðinu, skitpir ekki máli hvað það virðist vera langt í burtu.  Haldu því stöðugt áfram og gefstu ekki upp.

Eileen Caddy úr bókinni Ég er innra með þér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband