Jólavísur sem ég fékk sendar...

Dagar langir dimmt um ból
í desember að vanda.
Þó halda munum heilög jól
frá heiðum út til stranda.
Lauma


Veislan

 

Eitthvað er í vændum, ég veit ei hvað það er,

það virðast flestir góðir og klökkir inni í sér,

á Þorláksmessu þorri fólks vill skötu.

Vinsæl eru kerti og kökur margir baka

við konfektgerð sumir frameftir vaka

og sjá má liggja lítið barn í jötu.

 

Eitthvað nú gerist það alveg er víst,

um einhverskonar atburð þessi  tími snýst,

um einhvers konar fögnuð þetta fjallar.

Endalaust ég fólk alltaf er að spyrja

allir segja glaðir: ,, þetta er alveg að byrja,

þolinmæðin þrautir vinnur allar".

 

Og eftir langa mæðu ég mikilvægt fékk svar:

,,María ól barnið sem frelsari var,

því ætlum við ótvírætt að fagna".

Ég flýtti mér því heim, orti lítið ljóð,

um ljós sem eyddi myrkri og breytti heilli þjóð.

Já kraftaverk er það sannast sagna.
Unnur Sólrún

 

 

Við jólatréð

 

Ljósin skína,ljósin skína
ljómar grantréð hátt!
Ilm við finnum anga
epli á greinum hanga.
Syngjum, dönsum, syngjum,dönsum
syngjum fram á nátt.

Tengdum höndum, tengdum höndum
tréð við göngum kring.
Nú er gleði og gaman
gott að vera saman.
Kringum ljósin, kringum ljósin
kát við sláum hring
Guðmundur Guðmundsson


Jólasveinarnir þrettán

Er freðin var til forna jörð
og fannir huldu gil og skörð
og myrkrið lagðist yfir allt
- og öllum var svo skelfing kalt –

 

Þá áttu tröll í björgum ból.
Þau birtust mönnum helst um jól,
og hræddu þá og hrelldu þá
og hrekkjum beittu ekki smá.

Nú rafmagnsljósin loga björt
og lýsa‘ upp vetrarmyrkrin svört.
Við trúum vart á tröllin enn.
Þó , tiltækin skal kynna senn.

Þrettán sveinar, þjóðtrú ber,
þeystu í byggð í desember,
og frændur þessir, fávíst lið,
fengust lítt um manna sið.

Ættin sveina ekki góð.
Áttu saman þessi jóð
Grýla‘ og Leppalýði, hjú
ljót og grimm við börn, mín trú.

Nú sést hann Leppalúði‘ ei meir,
sá leiði karl, og víst er , heyr,
að Grýla‘ er líka löngu dauð,
þótt lifi‘ í gömlum sagnaauð.

Svo var jólaköttur kænn
sem krakka hremmdi – ekki vænn -
ef enga‘ á jólum fengu flík.
Finnst nú engin skepna slík!

En jólasveinar, svalir menn,
sveima hér í fjöllum enn.
Þeir hlyða kalli okkar æ
er aftur koma jól í bæ.

Þá hlaupa þér úr hellunum
svo heyrist drynja‘ í fellunum,
og birtast einn og einn á dag.
Á því drengir kunna lag!

Þegar finnast þrettán hér
þursar daglangt skemmta sér.
Síðan hverfa‘ í réttri röð.
Reynist þetta árviss kvöð.

 Elsa E. Guðjónsson


Örlög

Þú ert löngun þín. 
Hin dýpsta löngun þín er vilji þinn. 
Vilji þin skapar verkin þín.
Verk þín skapa örlög þín
.
-Deepak Chorpa


Morgunbænin

Þetta verður góður dagur.
Mér eru allir vegir færir.
Í dag er mitt tækifæri.

Til umhugsunar

Síðasta dag fyrir jól flýtti ég mér í stórmarkaðinn til að kaupa  
gjafirnar sem ég komst ekki yfir að kaupa fyrr.

Þegar ég sá allt fólkið þar, byrjaði ég að kvarta í hljóði 'Þetta  
á eftir að taka heila eilífð og ég á enn eftir að fara á svo marga staði'.

Jólin eru alltaf að verða meira og meira pirrandi með hverju  
árinu. Ég vildi að ég gæti bara lagst niður og farið að sofa og vaknað svo  
eftir jólin.
Allavegana, ég kom mér í leikfangadeildina og þar fór ég að skoða  
verðin, hugsandi hvort að börn leiki sér eitthvað með svona dýr leikföng.  
Eftir smá tíma af leikfangaskoði þá tók ég eftir litlum strák um 5 ára, sem  
hélt á dúkku upp við brjóstið sitt.

Hann strauk hárið á dúkkunni og virtist svo sorgmæddur.
Svo snéri litli strákurinn sér að eldri konu sem var við hliðina  
á honum 'amma, ertu viss um að ég hafi ekki nógu mikla peninga?' Gamla konan
svaraði 'þú veist að þú átt ekki nóg til að kaupa dúkkuna elskan  
mín' Svo bað hún hann um að bíða í 5 mínútur eftir sér á meðan hún skoðaði  
sig um. Hún fór fljótlega.

Litli strákurinn hélt ennþá á dúkkunni í hendinni. Ég labbaði til  
hans og spurði hann hverjum hann ætlaði að gefa dúkkuna. 'Þetta er dúkkan  
sem systir mín elskaði mest og langaði svo mikið í fyrir jólin.

Hún var svo viss um að jólasveinninn myndi gefa sér hana.

Ég sagði honum að kannski eigi jólasveinninn eftir að koma með  
dúkkuna til hennar, og að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur. En hann sagði  
við mig sorgmæddur 'Nei jólasveinninn getur ekki gefið henni dúkkuna þar  
sem hún en núna. Ég verð að gefa mömmu dúkkuna svo að hún geti gefið henni  
hana þegar hún fer þangað'. Augun hans voru svo sorgmædd meðan hann sagði  
þetta.

'Systir mín er farin til þess að vera með Guð. Pabbi segir að  
mamma sé líka að fara til Guðs mjög fljótlega, og ég hélt að hún gæti farið með  
dúkkuna fyrir mig og gefið systur minni hana'.

Hjartað mitt stoppaði næstum því. Litli strákurinn leit upp til  
mín og sagði 'Ég sagði pabba að segja mömmu að fara ekki alveg strax.

Ég bað hann um að bíða þangað til að ég kæmi heim úr búðinni' Svo  
sýndi hann mér fallega mynd af honum þar sem hann var hlægjandi. 'Ég  
vil líka að mamma taki þessa mynd með sér svo að hún gleymi mér aldrei'

'Ég elska mömmu mína og ég vildi óska að hún þyrfti ekki að fara,  
en pabbi segir að hún verði að fara til að vera hjá litlu systur minni'.

Svo leit hann aftur á dúkkuna með sorgmæddum augum, mjög  
hljóðlátur. Ég teigði mig hljóðlega í veskið mitt og tók smá pening upp og sagði  
við strákinn 'en ef við athugum aftur í vasan til að tékka hvort að  
þú eigir nógan pening?' Allt í lagi sagði strákurinn 'ég vona að ég eigi nóg'

Ég bætti smá af mínum peningum við án þess að hann tæki eftir því   
og við byrjuðum að telja. Það var nógur peningur fyrir dúkkunni, og  
meira að segja smá afgangur.


Litli strákurinn sagði 'Takk Guð fyrir að gefa mér nógan pening.  
Svo leit hann á mig og sagði ' Í gær áður en ég fór að sofa þá bað ég Guð  
um að vera viss um að ég hafi nógan pening til þess að geta keypt dúkkuna  
handa systur minni. Hann heyrði til mín'

'Mig langaði líka að eiga nógan pening til að kaupa hvíta rós  
handa mömmu, en ég þorði ekki að biðja Guð um of mikið, en hann gaf mér nóg  
til að kaupa rósina líka'. Sko mamma elskar hvíta rós'.

Nokkrum mínútum seinna kom gamla konan og sótti strákinn. Ég  
kláraði að versla með allt öðru hugarfari ég gat ekki hætt að hugsa um litla  
strákinn.

Svo mundi ég eftir frétt í blaðinu fyrir 2 dögum síðan 'maður keyrði
drukkinn og klessti á bíl þar sem ung kona og lítil stelpa voru  
í. Litla stelpan dó samstundis en mamman var í dái' Fjölskyldan varð að  
ákveða hvort það ætti að setja hana í öndunarvél eða ekki, af því að unga  
konan myndi ekki vakna úr dáinu.

Var þetta fjölskylda litla stráksins?

Tveim dögum eftir að ég hitti litla strákinn, las ég í blaðinu að  
unga konan hafi dáið. Ég gat ekki hamið mig og fór út í blómabúð og  
keypti búnt af hvítum rósum og fór upp í líkhús þar sem fólk gat séð konuna  
og óskað sér í seinasta skipti áður en hún væri jörðuð.

Hún var þarna í kjól, haldandi á fallegri hvítri rós með myndinni  
af litla stráknum og dúkkuna á brjóstinu.

Ég fór grátandi og fannst líf mitt hafa breyst til eilífðar.  
Ástin sem þessi litli strákur hafði til mömmu sinnar og systur, er enn þann  
dag í dag, erfitt að ímynda sér. Og í einni svipan tekur drukkinn maður  
þetta allt frá honum.

Horfðu ekki afskiptalaus á, ef drukkinn maður sest undir stýri.
 

Framtíðin

Við ættum að einbeita okkur að framtíðinni –
það er þar sem við verðum að vera
þau ár sem við eigum ólifuð.
- Mark Twain


Tjáning

Að finna fyrir þakklæti
og tjá það ekki
er líkt því
að pakka inn gjöf
án þess að gefa hana.
- William Arthur Ward


Andartakið

Fortíðin er liðin og framtíðin er óvissa,
andráin er það eina sem er
og sannarlega hamingjusamur maður
býr í gleði andartaksins.
- Aristippus


Framfarir

Hafðu ávallt opinn huga gagnvart breytingum.
Bjóddu þær velkomnar.
Aðeins með því að skoða og endurskoða
skoðanir þínar og hugmyndir getur þú tekið framförum.
- Dale Carnegie

 


Fékk þetta sent...

Þótt veraldargengið sé valt
og úti andskoti kalt.
Með gengisfellingu
og góðri kellingu
bjargast yfirleitt allt.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband