Færsluflokkur: Bloggar

Sjáum rétt

Það er góð gáfa
að geta séð sjálfan sig
með augum hinna.

Gunnar Dal


Lifa

Listin að lifa,
að búa til regnboga
úr ekki neinu.

Gunnar Dal


Vorið

Gleðilegt sumar og takk fyrir skjástundir í vetur.

Hér er uppáhalds vorljóðið mitt

 

Og hér sit ég
í friði og spekt
og geri ekki neitt.
Vorið er komið
og grasið grær af sjálfum sér.
Zenrin

Lífið...

Hið órannsakaða líf er einskis virði.
- Sókrates

  Tilgangur lífsins er ekki þekking, heldur framkvæmd.
- Aldous Huxley

  Ekki taka lífinu of alvarlega.
 Enginn sleppur lifandi hvort sem er.

Allir vilja lifa lengi – en enginn vill verða gamall.
- Jonathan Swift
 


Vinátta

Vináttuvísur

Gulli og perlum að safna sér,
sumir endalaust reyna,
vita ekki að vináttan er,
verðmætust eðalsteina.

Gull á ég ekki að gefa þér
og gimsteina ekki neina.
En viltu muna að vináttan er
verðmætust eðalsteina.

höf: Hjálmar Freysteinsson


Markmið

Þýðingarmikið er að hafa markmið í lífinu og stefna stöðugt að því.
Sjáðu raunverulegan tilgang og áætlun í lífi þínu þó þú sért ekki alltaf fær um að sjá markmiðið skýrt; því þegar þú ferð niður í dal eða leiðin er hlykkjótt, getur þú ekki alltaf séð fyrir næsta horn.  Þú munt finna af og til að þér er gefin hvetjandi andleg upplifun sem fleytir þér áfram í gegnum erfiðleikana.  Það gerir þér fært að halda áfram, skiptir engu máli hvað það er sem þú ert að horfast í augu við. 

Stefndu hátt – því hærra því betra.

Haltu áfram að vaxa og þroskast til að komast þangað.  Þú getur ekki haldið að þér höndum og verið ánægður með þig; þú getur ekki haldist á sama stað.  Þú þarft alltaf að teygja þig yfir á næsta þrep í stiga lífsins.  Þú veist að sérhvert skref færir þig nær markmiðinu, skitpir ekki máli hvað það virðist vera langt í burtu.  Haldu því stöðugt áfram og gefstu ekki upp.

Eileen Caddy úr bókinni Ég er innra með þér


Gunnar Dal

Líf þitt er orðið
eintómir ferhyrningar
eins og skákborðið.

Kyrrstæðir punktar,
tilvera sett í skorður
skilgreininganna.

Hann sýnist rauður.
Hann drekkur í sig allt ljós,
nema hið rauða.

Eðli sannleikans
í veröld sem sífellt breytist?
Óskilgreinanlegt.

Við komum hingað
og það sem skipti máli
bíður okkar hér.

Himinninn svartur.
Hið hvíta skínandi ljós:
Græn jörð, blár himinn.

Mér finnst það mjög gott
að skoða sumt í nálægð,
annað úr fjarlægð.


Fegurð

Þessi fegurð þín.
Gjöful eins og sólskinið,
tær eins og döggin.

  Gunnar Dal

Vinur

Að eiga vin
er að standa ekki einn
þegar eitthvað bjátar á.

Að eiga vin
er líka gleði á góðri stund
gæfa í hversdagsleikanum.


Með bæninni kemur ljósið

Með bæninni kemur ljósið

Páll Óskar / Brynhildur Björnsdóttir

 

Þegar næðir í mínu hjarta og í huga mér engin ró

og ég þrái að sjá hið bjarta sem að áður í mér bjó

þá er lausnin alltaf nálæg, ef um hana í auðmýkt bið

og með bæninni kemur ljósið og í ljósinu finn ég frið.

 

Ó,svo dapur er dagur vaknar,dægurþrasið svo fjarri er.

Mundu þegar þú sárast saknar og sólin skín hvergi nærri þér

að í bæn er falinn máttur er þig magnar þúsundfalt

því með bæninni kemur ljósið og í ljósinu lagast allt.

 

Ég vil mæta þessum degi,fagna öllu sem fyrir ber

og ég bið þess að ég megi njóta alls sem hann gefur mér.

Ef ég bið á hverjum degi, hef ég von sem aldrei deyr

því með bæninni kemur ljósið og í myrkri ég geng ei meir.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband