Málshættir af MS

Fyrsti hlutinn tekur til málshátta sem með einum eða öðrum hætti má rekja til gamla bændasamfélagsins og þeirra vinnubragða sem þá tíðkuðust utan dyra og innan, siða og venja sem rekja má til fornra atvinnuhátta, menningar og margvíslegra hefða.

Í öðrum hluta, eru málshættir sem eiga rætur í sjósókn. Þeir lýsa ýmsum aðstæðum sem sjómenn á árabátum lentu í við vinnu sína, en gangast vel nútímamönnum í yfirfærðri merkingu sinni.

Í þriðja hluta koma fyrir málshættir sem má tengja við ætt og uppruna, skyldur manna við ætt sína eða hvernig mönnum er í ætt skotið.

Í þeim fjórða eru spakmæli sem tengjast lífi og dauða, trú, örlögum og fánýti veraldlegra gæða þegar velferð sálarinnar er í húfi.

Fimmti hlutinn, lýtur að því sem tengist dyggðum og löstum. Allir þessir málshættir mótast af höfuðdyggðum sjálfsþurftasamfélagsins, sparsemi, iðni, hlýðni og nægjusemi. Menn áttu ekki einungis að gæta hófs, heldur meðalhófs. Lestirnir voru skilgreindir samkvæmt þessari sömu siðfræði. Óhóf, mælgi, ótrúmennska, og leti voru höfuðsyndir manna.

Sjötti hlutinn tekur til efnisþátta hverra inntak er auður, völd, fátæk og vesaldómur, en margir málshættir taka til þessara atriða í reynsluheimi mannsins. Þessir málshættir bera vitni kristilegu hugarfari, en þó einkum því hófi, nægjusemi og þrautseigju sem þorra fólks var innrætt í uppeldi á öldum sjálfsþurftabúskapar. Að jafnaði var þá þröngt í búi, einkum hjá leiguliðum og fólki þeirra, að ekki sé minnst á þurfamenn og þurrabúðarfólk.

Sjöundi hlutinn, fjallar um andstæður þær sem felast í æskunni annars vegar og ellinni hins vegar. Þessar andstæður endurspeglast í hugtökum á borð við; líf og dauði, vor og haust, ærsl og hugarró, fljótfærni og reynsla, fáfræði og menntun, svo dæmi séu tekin.

Áttundi hlutinn, er safn orðkviða um þá reynslu sem lífið veitir öllum í amstri daganna, hvað svo sem menn hafa fyrir stafni. Forðum höfðu menn árar, orf, eða hrífu í höndum en nú á dögum er notast mikið við bíla, tölvur og flugvélar. En mannlegt eðli er samt við sig og enn er reynslan ólygnust. Menn hafa ekki breyst þótt hent hafi verið gömlu mjólkurbrúsunum og tannvættar mjaltirnar.
Hluti I
Aldur
Aldur og sótt koma brátt í bú.
Atlæti
Gott atlæti er gjöfum betra.
Baðstofa
Margt er baðstofuhjalið.
Biðja
Betra er að bjargast við sitt en biðja aðra.Betra er að banga en biðja.
Bíta
Fleira má bíta en feita steik.
BjóðaVandi er vel boðnu að neita.Býður enginn betur en sjálfur hefur. Mörgum verður bilt þá boðið er.
Brauð
Brauð er barna matur.Brauð er barns leikur.Betra er hálft brauð en allt misst.Aldrei blessast ófrjálst brauð þó ávaxtist.
Brunnur
Aldrei er svo djúpur brunnur að ei verði upp ausinn.Af illum brunni kemur óhreint vatn.Ekki ber alla að sama brunni.Of seint er að byrgja brunninn þá barnið er dottið ofan í.
Dagur
Mörg eru dags augu.Fyrr lægir ljós en lokið er degi.

Einn dagur tekur annars björg burt.


Eik
(úr bók Bjarna Vilhjálmssonar)

Hefur eik það er af annarri skefur.Þá verður eik að fága er undir skal búa.Öðrum bera eikur ávexti.Lifir eik þótt laufið fjúki.Af ávextinum þekkist eikin.Allar eikur hafa einhverja rót.Engin er eik án kvista.
Eldur
Kulnar eldur nema kyntur sé.

Baka þig meðan eldurinn brennur.


Flot
Sjaldan hef ég flotinu neitað.Hvað skal flot við feitum sel? 
Fóðurpeningur
Á sinu fleytist ei fóðurpeningur.
Garður
Garður er granna sættir.Gott er um auðugan garð að gresja.Ekki er um auðugan garð að gresja.
Gestur
Guð elur gesti.Eins og bóndinn er gefur guð gesti.Sjálfboðið er góðum gesti.Betri er koma góðs gests en kveðja.Ei skal letja góðan gest er ganga vill.Þrínættur gestur þykir verstur.Sjaldan er gang að gestakomu.Sjaldan hlýst gott af gestum.Gestur gerir sig margur að greifa.Vondur er vanþakklátur gestur.Glöggt er gests augað.Betri er koma góðs gests en kveðja.
Geyma
(úr bók Bjarna Vilhjálmssonar)Illum geymir, ef aldrei nýtur.Því er illa sóað sem of vel er geymt.Sá geymir músum er til morguns geymir.Það er illt að geyma sem allir girnast.Betra er geymt en gleymt.Betra er að geyma síns en grafast eftir annarra.Ekki geyma allir það besta til þess síðasta.

Hann geymir dýrt sem friðinn geymir.

Græddur er geymdur eyrir.Geym vel það ei glatast má.Það gerir hvern góðan að geyma vel sitt.
Giftast
(úr bók Bjarna Vilhjálmssonar)Sá sem giftist gengur ekki frá skildaganum.Ekki er hægt að giftast þá engin býst.Betra er að giftast en brenna.
Gras
Þar grær grasið sem girt er um.Sjaldan grær gras á almenningsgötu.Ekki spretta grös við einsamlan þurrk.


Grautur

Ýmsir eiga hlut í grautargerð.

Margt er grátt í graut etið.
Hey
Betra er hey en hagi.Flest er hey í harðindum.Sjaldan fyrnast græn hey í garði.Til þess eru heyin að gefa þau.Rýrt er heimborðið hey.
Húsbóndi
Húsbóndans er auga best .Augu húsbóndans gera meira en hendur hans báðar.Húsbóndinn gerir garðinn frægan.
Húsbruni
Hollari er húsbruni en hvalreki á fyrsta ári.
Járn
Í funa skal járn heita.Hamra skal járn meðan heitt er.Best er að smíða járnið meðan er heitt.Svo má brýna járn að bíti.
Keppur
Það munar ekki um einn kepp í sláturtíðinni.
Ker
Hvert ker húkir á sínum eigin botni.Oft eru gisin hin gömlu ker.Ekkert er kyn þótt keraldið leki, gisið og gjarðfátt.Svo má hver ker fylla að út af flói.Það býður lengst í kerinu sem fyrst kemur í það.Það skiptir miklu hvað fyrst kemur í kerið.Tómt er kerið þó krossað sé yfir.
Ketill
Litlir katlar hafa og eyru.
Lykill
Ekki eru allir lyklar bundnir við einnar konu belti.
Morgunn
Morgunstund gefur gull í mund.Góður dagur byrjar að morgni.Morgunsvefn er melur í búi.Drjúg eru morgunverkin.Misjöfn eru morgunverkin.
Ómagi
Fullkeypt er ómagaverkið.Ómætt eru ómaga orð.
Pottur
Víða er pottur brotinn.Illt er láta í lekan pott.
Prestur
Allt verður fyllt nema pokinn prestsins.Flest étur svangur prestur og soltinn djákni.Það er sjálfsagt um prestlambið þó heylítið sé.Prestfiskur er fagur og magur.Eins eru prestar eins og aðrir menn, ekki má þeim trúa.Líka hefur fundist skarn í sálinni prestsins.
Ráðskona
Margar ráðskonur eru sjaldan matdrjúgar.
Regn
Eigi verður það allt að regni er rökkur í lofti.Oft kemur regn eftir reiðarslag.Sjaldan er eitt regn yfir allt land.
Reki
Betri er lítil rekavon en mikil skriðuvon.
Reykur
Flý svo reykurinn að þú fallir ei í gröfina.
Rota
Fyrr má nú rota en dauðrota.
Skaði
Hirða má við hálfum skaða.Betra er hálfur skaði en allur.Skaðinn gerir mann hygginn en ekki ríkan.
Skjól
Fokið er í flest skjól.Þá fokið er í eitt skjól er ófennt í annað.
Skór
Gamlir skór falla best að fæti.Þörf er að bleyta þurra skó.Af vondu leðri gerast ei góðir skór.Fyrr verður skórinn armur en fóturinn varmur.Sjálfur veit gerst hvar skórinn kreppir.Svo slit ég skóm bónda, kvað smalinn.Af annars lengju er hægt að sníða skó.
Spara
Það verður að spara sem lengi á að vara.Seint er að spara þá bylur á botni.Seint er að spara þá sér í botninn.Margur sparar sitt en níðist á annarra.Eigi veit hverjum sparir.Oft er leiðum sparað það ljúfum hugað.
Steinn
Illa grær um hræðan stein.Um veltan stein vex trauðla gras.Þráveltur stein verður síst mosavaxinn.Tvisvar verður sá feginn sem á steininn sest.
Súr
Sá kann ekki að segja af súru sem aldrei sýpur nema sætt.
Tjara
Enginn tekur sá í tjöruna er eigi loði við.Fáir taka svo á tjörunni að hún tolli ekki við gómana.
Vænn
Allt er það vænt sem vel er grænt.


Vöndur

Nýir vendir sópa best.

Vöndurinn gjörir gott barn.

Margur brýtur vönd yfir eigin hönd.


Þúfa

Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi.


Ær
Betri eru fimmtán ær aldar en tuttugu kvaldar. Hluti II
Alda
Eftir storminn lifir aldan.
Ár
Mörgum flotar ein ár til lands.Bágt er einni ár til lands að róa.Það er uggvænt hvar áralaus lendir.Rekur tíðum þó róið sé öllum árum.
Bára
Sjaldan er ein báran stök.Þegar ein báran rís er önnur vís.
Borð
Ætla skal borð fyrir báru.Margur er þar á orði sem hann er ekki á borði.
Byr
Ekki sigla allir sama byr.

Þeir fá byr sem bíða.

Njóta skal byrjar þá býðst.Kóngur vill sigla en byr hlýtur að ráða.
Djúp
Botnlaust djúp er bágt að kann.
Drukkna
Margur drukknar nærri landi.
Fiskur
Betra er lítill fiskur en tómur diskur.

Enginn dregur annars fisk úr sjó.

Jafnir fiskar spyrðast best.Lýist fiskur ef lengi er barinn.
Flýtur
Flýtur meðan ekki sekkur.
Hákarl
Ekki er hákarlinn hörundsár.
Land
Fagurt er landið í fári sjávar.
Logn
Logn er leiða best.Svipult er sævar logn.Oft fer logn á undan stormi.Logn er launviðri.
Reiði
Stutt er skipmanna reiði.
Róa
Betra er að róa en reka undan.Sá situr sig ekki úr færi sem fyrstur rær.Róa verður fyrst til hins næsta ness.Ekki verður fyrr öll nesin róið.Þungur er þegjandi róður.
Ræðari
Árinni kennir illur ræðari.
Segl
Aka skal eftir vindi.

Öll segl eiga ei öll skip.


Sigla
Vant er að sigla milli skers og báru.Fleiri verða að sigla en þeir sem sumarveðrið hafa.
Sjómaður
Margt er sjómanna hjalið.Ills er sjómanns ævi.
Sjór
Svipull er sjávar afli.

Allir renna blint í sjóinn.


Sporður
Ekki er hann sporður margorður og þó gleður hann börnin.Eftir er sporður þó af sé höfuð.
Ver
Allir eru ógiftir í verinu.Allir létust ókvæntir í verinu.
Þorskur
Þegjandi kemur þorskur í ála.
Öngull
Allt er betra en berir önglar.Flest er betri beita en berir önglar.Bítur á beittan öngul.Öngulsár fiskur forðast alla beitu. III hluti
Barn
Daufur er barnlaus bær.

Hart hrís gerir börnin vís.

Þungt stynur þrábeðið barn.Vandagað er veikt og óhlýðið barn.Berja skal barn til batnaðar.Gef ei barni nema biðji.Á misjöfnu þrífast börnin best.Vaxa börn þó vatn drekki.Skæri gera barnið blint en hnífur eineygt.Það er sök sem maður gefur barni sínu.
Blæja
Blítt er blæju brumið.Skammur er blæju bríminn.Misheitur er blæju bríminn.
Bróðir
Allir bræður mega eitt kál súpa.Jöfn eru bræðra býti.Illur bróðir er mörgum óvin verri.Ber er hver á bakinu nema sér bróðir sér eigi.Enginn er annars bróðir í leik.Engin er bróðir í annars neyð.
Brúður
Enginn er sá leppalúði að ekki vilja fá sér brúði.Síðbúin brúður verður sorgmædd kona.Byrst er brúður að fyrsta biðli en viknar síðan.
Dóttir
Dóttirin klæðist oft móður möttli.

Dóttir fer í móður serk.

Það er ekki hægt að gera tvo mága úr einni dótturinni.


Faðir

Hver mun mér þá trúr ef faðirinn bregst?

Fleygir fúsum að föðurhúsum.

Ekki ná allir fótsporum feðra.

Fáir eru föðurbetrungar.

Fáir þekkja föður sinn rétt.

Feðranna dáðleysi er barnanna böl.
Fljóð
Fjarri skal fljóða leita.
Frilla
Betra er að vera góðs manns frilla en gefin illa.
Frændi
Frændi er fastur eyrir.Fúll er frænda rógur.Fjörður skyldi milli frænda og vík milli vina.Ekki er djúpsett frænda fylgi.Ekki stendur fast frændsemi.Betra er gott fylgi en frænda stoð.
Giftast
Betra er að vera ógiftur en illa giftur.Gott eiga þeir sem giftir eru en guð hjálpi mér.Gifting í dag, skírn á morgun.
Illur
Illt er ættgjarnast.
Jöfur
Spyr ætt að jöfrum.
Kona
Flestum minnkar frelsi þá fengin er kona.Sá á konu sem kaupir.

Dugandi konu kaupir enginn of dýrt.


Kyn
Tvennt er kyn að manni hverjum.Kippir hverjum í kyn sitt.Hvað er sínu kyni líkt.Allir hafa einhverja kynfylgju.Ríkt er kynfylgjan.
Laukur
Einn er laukur í ætt hverri.Betra er að vera laukur í lítilli ætt en strákur í stórri.
Mágur
Mörgum bregst mága stoðin.
Móðir
Fár er faðir, enginn sem móðir.Betri er fátæk móðir en fullríkur faðir.Móðir dylur barnsins bresti.Milt er móðurhjarta.Mjúk er móðurhöndin.Þunnt er móðureyrað.
Nafn
Gulli betra er göfugt nafn.Margur kafnar undir nafni.Margur hefur nafn en litla rentu.Flestir hafa fjórðung af nafni.
Sonur
Betri er sonur þó síðalin sé.Í logni eru allir synir formenn.
Ætt
Oft er drengur í dánumanns ætt.Einn er aukvisi ættar hverrar.Oft er grey í góðs manns ætt.Allir eiga ætt til Adams að telja. IV hluti
Auðna
Enginn ræður auðnu sinni sjálfur.Auðna ræður sigri.Auðnan er einhlítust.Auðna ræður öllum hag.Margur neytir meir auðnu en laga.
Ákvarða
Maðurinn ákvarðar en guð ræður.
Banasár
Ekki tjáir að binda um banasárið.
Bíða
Hvað bíður sinnar stundar.Allt bíður síns tíma.Langt þykir þeim sem búinn bíður.
Bregða
Bregður flestum á banadægri.Nú er Bleik brugðið.
Böl
Margt er manna bölið.Sæll er sá sem annars böl bætir.Margur er borinn á böls degi.Bót fylgir böli hverju.Allir vilja síns böls blindir vera.
Dagur
Að kveldi skal dag lofa.Enginn dagur er til enda tryggður.Ekki skína allir dagar eins heitt.Ekki er allra daga komið kvöld.Dagur kemur eftir þennan dag.Margur á bágan dag en blítt kvöld.Dagar er ætíð nóttu nálægur.Ekki er að kvíða ókomnum degi.Í dag mér, á morgun þér.
Dauði
Öll ævin er dauði.Dauðinn er lífsins hlið.Dauðinn er öllum auðinn.Blindur er dauðadagur.Dauðinn blæs ekki í básúnum fyrir sér.Dauðinn lætur ekki þeyta lúður fyrir sér.Dauðinn er þeim kær sem hamingjan er mótbær.Betri er skammur dauði en löng kvöl.Eins dauði er annars brauð.
Draumur
Svo rætist hver draumur sem hann er ráðinn.Mikill draumur er fyrir litlu efni.Huggar hálfur draumur.Hryggan mann dreymir sjaldan gleðilega drauma.
Endi
Allt tekur enda um síðir.Allt tekur enda nema eilífðin.

Enginn veit sitt endadægur.


Él

Öll él birtir um síðir.

Élin þykja mörgum ljót.

Öll él hafa rof.

Eitt él það er aldrei birtir.


Fara

Margt fer öðruvísi en ætlað er.

Svo fer hver sem fær er.

Fátt er betra en fara vel.

Þá fer flestum aftur að fullfarið er fram.

Þegar gera á betur en vel þá fer oft verr en illa.


Feigur

Verður hver að fara er hann er feigur.

Ekki verður feigum forðað né ófeigum í hel komið.

Margur er feigs voðinn.

Þeir verða að falla sem feigir eru.

Brynja gefur ei feigum fjör.

Engi er að feigari þó framarla standi í orrustu.

Auðs er feigs vök.

Blind er feigs manns för.

Fljót er feigs manns ferð.

Engi má feigð sinni forða.

Allir eru feigir fæddir.

Feigð ræður sá er lífið gaf.


Fjör

Allt lætur fjörvi fyrr.

Frekur er hver til fjörsins.

Fjör er flestum sárast.

Fjör er sem hangi á hör.

Flestir verða fjörlausn fegnir.


Forlög

Torsótt er að forðast forlögin.

Óhægt mun forlögin flýja.

Verður hver eftir sínum forlögum að leita.

Römm eru forlögin.


Guð

Margar eru götur til guðs.

Alla sér guð um síðir.

Guð líður margt sem hann leyfir ekki.

Altíð hjálpar einhver guð.

Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfur.

Guðs vin skaðar engin skepna.

Guð gefur brauð með barni.

Undarlega útdeilir guð sínum gáfum.

Enginn kemst lengra en guð vill.


Gæfa

Hver er sinnar gæfu smiður.

Enginn gefur sér gæfuna sjálfur.

Sá fær gæfu sem guð vill.

Guð á ei gæfumanninn nema hálfan.

Sitt er hvort gæfa eða gjörvileikur.


Hamingja

Illt er við hamingjuna að etja.

Rammvillt er hamingjuhjólið.

Hamingjan fylgir heimskingjanum.

Hamingjan er ekki herravönd.


Lán

Ekki er lánið allra.

Lánið er valt og lukkan hál.

Brigðult er lán sem brothætt gler.

Betra er lán en liggjandi fé.

Heilu láni skal hver aftur skila.

Misskipt er manna lánið.


Lifa

Allt lifir það sem matinn etur.

Svo lifir hver sem lyndur er.

Svo lengi lærir sem lifir.

Engin lifir lengi við tóma moldarveggi.

Enginn má líknarlaust lifa.

Sá lifir leiðu lífi sem lifir aðeins fyrir sig.

Margur er langt leiddur en lifir þó.


Líf

Hverjum er lífið sárast að láta.

Dýrmætt er lífið þá dauðinn kallar.

Litlu betra er líf en hel.

Tæpast er lífsins leið.

Líf er sem leiki á þræði.

Ekki er langt á milli líf og dauða.

Með lúa skal líf fæða.

Lífið er stutt en listin löng.

Langt líf, löng armæða.

Flest er lengur uppi en líf manns.


Lukka

Sígandi lukka er best.

Misholl er mönnum lukkan.


Mannorð

Mannorð lifir þó maðurinn deyi.

Mannorð fylgir manni til dyra.


Mein

Sitt vill meinið sérhvern þjá.

Snemma byrja manna mein.

Allir bera eitthvert mein til grafar.

Hægist mein þá um er rætt.


Nótt

Nóttin er mönnum til náða sköpuð.

Nótt verður nauðþreyttur feginn.

Ekki er úti öll nótt enn, sagði draugurinn.

Ekki er öll nótt úti enn.

Engin nótt er svo dimm að eigi komi dagur á eftir.

Engin ræður sínum næturstað.

Ég læt þar nótt sem nemur og kvöld sem kemur.


Ólán

Ekki er ólánið lengi til að vilja.

Illt er öðrum ólán sitt að kenna.

Ekki ríður ólánið við einteyming.

Ógæfan er römm og rík.

Þegar húsið er fullgert kemur ógæfan og sest þar að.


Ósköp

Ekki má við ósköpunum vinna.

Engin ósköp standa lengi.

Engum er illt skapað.

Hlæja skyldi að ósköpunum en ei fyrir þeim verða.


Samviska

Vondar eru átölur samviskunnar.

Vond samviska sturlar manninn.


Sár

Hulin sár eru hættust.

Illa gróa gömul sár.


Siður

Sinn er siður í landi hverju.

Lýttur er sá sem ekki fylgir lands siðum.

Hverjum þykja sínir siðir sæmilegir.

Nýir siðir koma með nýjum herrum.

Af vondum lögum versna siðir.


Tími

Tvennir eru tímarnir.

Tímarnir breytast og mennirnir með.

Taka ber vel tíma hverjum.


Veröld

Margan hefur veröldin villt.

Völt er veraldar blíðan.

Ekki leikur veröldin eins við alla.


Æðrast

Ekki tjáir að æðrast um orðinn hlut.


Ævi

Margt skipast á mannsævi.

Misjöfn ævi er best.

Engin er ævi án sorgar.

Engin veit sína ævina fyrr en öll er.

 

V Hluti


Athugaleysi

Hlýtur jafnan illt af athugaleysinu.


Árla

Sá árla rís verður margs vís.


Baga

Ber ei fram bögur lýti eru fáum fögur.


Bera

Nær er að bera inn en út.

Fáir vilja bera af öðrum blakið.


Bið

Betri er bið en bráðræði.

Oftast rénar reiðin í biðum.

Sjaldan er bið til batnaðar.

Fá mál batna í biðum.

Bíða má sér til batnaðar.


Biðja

Engum þarf ills að biðja, allt jafnast upp um síðir.

Betra er að biðja en stela.

Að biðja er mönnum misjafnt lagið.


Dans

Far þú í dans en gættu hvar þú stígur.

Dans er gárunga glys.

Oft kemst sá í krappan dans sem ekki leitar fyrir sér.


Dramb

Dramb er falli næst.

Fullur af drambi stendur stinnur á þambi.

Margur elur dramb sitt á annarra sveita.


Drengur

Sá er drengur sem gengur.


Dyggð

Oft er dyggð undir dökkum hárum.

Dyggðin er með djúpum rótum.

Betri er dyggð en dýr ætt.

Dyggð er gulli dýrmætari.

Þar dofnar dyggð sem sælífið situr.


Dyr

Margur leyfir sér opnar dyr inn að ganga.


Efna

Betra er ólofað en illa efnt.

Auðvelt er að lofa, örðugt að efna.


Einn

Betri er einn með yndi en tveir með trega.

Ekki þarf einum að lá.


Eldur

Lát ei eld á arni deyja.

Illt er eld að bera í sínu skauti.


Endir

Endirinn skyldi í upphafi skoða.

Þá endirinn er góður er allt gott.


Fingur

Allir fingur eru jafnlangir þegar þeir eru í lófann lagðir.


Flas

Flas falli næst.

Flas gerir engan flýti.

Flas og slys eru förunautar.

Margur flasar fús til síns skaða.

Margan hefur flasið fellt.


Flár

Oft mælir sá fagurt er flátt hyggur.


Forvitinn

Forvitinn vill allt vita nema sína eigin vömm.

Fátt bíður gott af forvitninni.

Sá sem aldrei er forvitinn verður aldrei fróður.


Gaman

Gaman skyldi græskulaust vera.

Ekki er gaman nema gott sé.

Oft verður grátt úr gamni.

Oft verður hljótt eftir gamanið.


Gáfa

Betra er að vera prýddur með gáfum en gjörvileika.


Geð

Gott er þeim sem geð hefur glatt.

Geðprýði er gulli betri.

Glaður skal maður geðrauna í milli.


Happ

Ekki er happi að hrósa fyrr en hlotið er.

Hrósa happi þá hönd geymir.


Hika

Að hika er sama og tapa.

Sjaldan hlýtur hikandi happ.


Hóf

Hóf er hagkvæmast.

Allt kann sá er hófið kann.


Hreykja

Engi er að hærri þó hann hreyki sér.

Sá hrapar oft lágt sem hreykist hátt.

Margur hreykir lánuðum hatti.


Iðjuleysi

Iðjuleysi er rót alls ills.


Illur

Illt er betra en ekki.

Betra er illt lítið en annað verra.

Betra er sefað illt en upp vakið.

Illt er best að bæta ef má.

Illt gerir engum gott.


Kapp

Varastu kapp þó vinna megir.

Kapp er best með forsjá.


Langrækni

Langrækni er lundþungum verst.


Lasta

Lastaðu ekki líkan þér.

Lastaðu ei frekt það margir lofa.

Vertu lastvar – þá lasta þig færri.


Latur

Oft hefur vinnulatur viljuga tungu.

Lögum manni eru allir dagar jafnheilagir.

Betri er latur en lipur til illverka.


Engin skyldi öðrum lá.

Margur láir það öðrum sem hann leikur sjálfur.


Lof

Vant er manni að lofa meðan lifir.

Lofið laðar brosið.

Oft dregur lofið háðið í halanum.

Sannarlegt lof er ekki um of.


Lygi

Lygum hæfa laun ill.

Ein lygi býður annarri heim.

Lygin hefur tíu höfuð.

Aftur hverfur lygi þá er sönnu mætir.

Lyginn munnur rænir hvern mann heiðri.


Magi

Margur hefur magann fyrir sinn guð.

Fyrri er næring en fullur magi.


Málugur

Margt ber málugum á góma.

Málugum er mein að þegja.


Meðalhóf

Meðalhófið er marghæfast.

Vandratað er meðalhófið.

Meðalhóf er best.


Montinn

Sá er montnastur sem minnst er í varið.


Mælgi

Oft bagar óþörf mælgi.

Mörgum gerir mælgin skemmd.


Nýjung

Fátt er nýjunginni nóg.

Á nýjungarnar er næmið tamt.

Á nýjungum er ungs manns augað.


Ofstopi

Ofstopi er óvinur skilnings.


Ófarir

Illt er að hlakka yfir annars óförum.

Engum er ár í annars óförum.


Rasa

Illt er að rasa fyrir ráð fram.

Margur rasar fyrir ráð fram.


Raup

Betri er raun góð en raup mikið.

Raup er rags manns gaman.

Rýrt verður raupið þá rekst það til baka.


Reiði

Ill er of bráð reiði.

Ró skyldu menn reiði gefa.

Sjaldan verður réttsýn reiði.

Sérhverjum þykir sín reiði réttvís.

Þar er reiðin sem vanin er.

Aldrei geisar reiði án ranglætis.

Oftast er reiður orgreiður.

Römm eru reiðitár.

Reiðin og vín lætur hjartað segja til sín.


Sæll

Sá er sæll sem sínu ann.

Sæll er að veita en vola.

Sælla er að gefa en þiggja.

Engin er sæll fyrir sitt endadægur.

Seint koma sælir en koma þó.

Flest fýsir og snúðu þér upp, Imba mín.


Sök

Betra er að játa sannri sök en neita.

Sök bítur sekan.

Sökin bítur sárara en tönnin.

Oft ýfist sök til ógangs.

Brigsla engum um bætta sök.


Tala

Margt er talað og misjafnt satt.

Betra er að tala fátt um flest.

Margur talar litla stund og iðrast lengi á eftir.

Tröll toga tungu úr höfði.

Svo talar hver sem honum er tamast.

Margt verður talað meðan ei er freðin tungan.


Tunga

Betri er snjöll tunga en kembt hár.

Oftast er tungutrúr tíðindafár.

Ekki er tungan bein en oft brýtur hún stein.

Það er tungunni tamast sem hjartanu er kærast.

Engin skyldi hafa tvær tungur í einu höfði.

Gott er að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri.

Margur hefur tvær tungur í einu höfði.

Þar er ekki von á góðu sem tvær tungur eru í einu höfði.


Þegja

Enginn er alheimskur ef þegja kann.

Þeim er list er þegja kann.

Sá þenkir sem þegjandi situr.

Ekki er ætíð einhlítt að þegja.


Þjóna

Fáir kunna tveim herrum í senn að þjóna.

Vandi er tveimur herrum að þjóna og vera báðum trúr.


Öfund

Öfund er árrisul.

Öfund kefur alla dyggð.

Öfund fylgir orðstír góðum.

Öfund dregur illan slóða.

Hinn öfundsjúki er sinn eiginn böðull.

 

VI Hluti


Auður

Auðurinn er afl þeirra hluta sem gera skal.

Auðurinn bætir alla skák ef ei væri mát á borði.

Oft gengur auður fyrir mannkostum.

Ei fylgja auð allar dygðir.


Ágirnd

Ágirnd vex með eyri hverjum.

Aldrei verður ágirnd södd.

Ágirndin er rót alls ills.

Ágirndin er sín eigin stjúpa.

Ágjarn er í ætt við þjóf.


Bak

Margur beygir bakið en ber þó lítið heim.


Bein

Það þarf sterk bein til að þola góða daga.


Eiga

Fagna ei fyrr en þú átt.

Því áttu svo fátt að þú nýtir ei smátt.

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.


Fátækt

Betri er seyrulaus fátækt en illa fenginn auður.

Fátækt er lötum fylgisöm.

Fátækt er elli fylgispök.

Fár er verri þó fátækur sé.

Fátækur má ei fríða konu eiga né fagran hest.

Ölföng forðast fátæks göng.

Fátækur má snemma fara að hátta.


Gefa

Enginn gefur af engu.

Sá gefur mest sem minnst má.

Margur gefur svo hann glúpnar eftir.

Svo gefur hver sem hann er góður til.

Ekki er skoðað upp í þann folann sem gefinn er.


Gull

Margur verður á gullinu ginntur.

Ofkaupa má gullið.

Nær gull talar gefur veröldin hljóð.

Tína má gull úr grjóti.

Ekki er allt gull sem glóir.

Fyrir gullguðum gerir margur knésig.

Sá grætur ekki gullið sem ekki á það.


Heimur

Snauður inn í heim, öreigi út úr honum.


Hroki

Hroki vex þá hækkar í pyngju.


Hungur

Hungur kennir höndum vinnu.

Tvö hungurmál gera hið þriðja gráðugt.

Hungur er hjóna hatur.

Í hvílu er skást hungur að þola.


Kál

Betra er kál í koti en krás í herrasloti.

Það er enginn sætleiki í tvísoðnu kali.

Sá er verðugur síns kjöts er sitt kál át.


Matur

Fleira er matur en feitt kjöt.

Matur er mannsins megin.

Maturinn er fyrir öllu allt er það matur í magann kemst nema holtarætur einar.

Misjafnt er maturinn magafastur.

Gott er að hafa mikinn mat og marga helgidaga.

Magur matur er betri en tómt fat.


Óhóf

Fá eru óhófin löng.

Óhófið fær sult um síðir.

Ekkert óhóf kann lengi að standast.

Útlenskt óhóf bítur verst.

Eftir óhóf kemur örbirgð.

 

VII Hluti


Elli

Allir vilja elli bíða en enginn hennar meinsemd að líða.

Flest fer með elli.

Ellin hallar öllum leik.

Oft hefur ellin æskunnar not.

Bágt er að tefja fyrir ellinni.


Engill

Margur er ár ungur en engill gamall.


Frægð

Frægð er elli fylgispök.


Gamall

Oft er gott það er gamlir kveða.

Oft gefur gamall maður góð ráð.

Ekki er hægt gamlan að ginna.

Gott er að vera gamall og muna margt.

Fáir gera gömlum betur.

Illt er að kenna afgömlum.

Illt er að kenna gömlum hirðsiði.


Gaman

Lítið er ungs manns gaman.


Hrærur

Gott er að prýða hrærur með æru.


Læra

Enginn er of gamall gott að læra.

Ungur skyldi læra ef aldraður skyldi kunna.


Ungur

Enginn veit hvað sá ungi kann að verða.

Hvað ungur nemur gamall temur.

Felst er ungum ónumið.

Óstöðugt er ungra ráð.

Alllítið er ungs manns gaman.

Þetta er ungt og leikur sér.

Lengi man það er ungur getur.

Of lengi má ungur maður hóglega lifa.

Ungir til dáða, gamlir til ráða.


Æska

Engin er æska án breka.

Ódul er æskan.

Hlátur æskunnar veldur oft tárum ellinnar.

Auðginnt er æskan.

 

VIII Hluti


Afglapi

Ómæt eru afglapaorð.


Annar

Enginn sér lengra en til tannanna.


Auga

Augað er spegill sálarinnar.

Oft eru augu innra manns spegill.

Augað gerir margan uppvísan.

Auga dregst að yndi.

Þar er augað sem unir.

Eigi leyna augu ef ann kona manni.

Ekki er allt sem augun dæma


Ár

Allar ár renna til sjávar.

Að ósi skal á stemma.

Allar girnast ár í sjá.


Ást

Heit er sú ást er í meinum býr.

Seint fyrnast fornar ástir.

Ást vex með vana.


Biskup

Enginn verður óbarinn biskup.


Blindur

Óðfús mundi blindur sjá.

Ekki eru blindir brautargengir.

Blindur ratar sjaldan rétt.

Blindan skal á braut leiða.

Bágt er að blindur blindan leiði.


Bók

Blindur er bóklaus maður.

Fyrir mörgu gerir bókin ráð.

Allir eru á eina bókina lærðir.

Ekki verður bókvitið í askana látið.

Bók er best vina.

Betra er berfættum en bókarlausum að vera.


Brenna

Sá brennur fyrst sem eldinum er næst.

Þeir brenna er of nærri eldi sitja.

Betra er að flýja en í eldi brenna.

Illt er að brenna en verra er að vinna til þess.

Sárt brenna gómarnir en sárara brennur hjartað.


Byrði

Hver hefur sína byrði að bera.

Taktu ei stærri byrði en borið getur.


Daufur

Daufur veit ei deili á hljóðum.

Hvað skal daufum hörpusláttur?

Dælt þykir við daufan.

Ekki þarf orðmargt við hinn daufa.


Deila

Sjaldan veldur einn þegar tveir deila.

Illt er við dýran að deila.

Oft verður af litlu efni löng deila.


Drjúgur

Drjúgt er það sem drýpur.


Dropi

Dropinn holar harðan stein.


Dæmi

Gott dæmi er á við góða ræðu.

Einsdæmin eru verst.

Til þess eru vond dæmi að varast þau.

Dæmin eru deginum ljósari.


Eldur

Oft verður mikill eldur af litlum neista.

Allir eldar brenna út um síðir.


Eyra

Seint þreytist eyrað að heyra.

Fýsir eyru illt að heyra.

Mörgum klæjar eyrun við kvisið.


Finna

Það finnst í hlákunni sem falið er í snjónum.

Bragð er að ef sjálfur finnur.


Fífl

Því er fífl að fátt er að kennt.

Fíflinu skal á foraðið etja.

Fíflin eru getspökust.

Flest verður fíflinu að orðum.


Fjarlægðin

Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla.


Fótur

Sá drepur oft fæti er augnanna missir.

Viljugur er fótur til vinar húsa.

Illt er á einum fæti að standa.

Fætur hljóta búk að bera en bolur höfuð.


Friður

Friðurinn teður tún og engi.

Enginn hefur lengur frið en hans nágranni.


Ganga

Margt gengur verr en varir.

Gengur hverjum nokkuð til þess sem hann gerir.


Gikkur

Margur er gikkur þó hann sé gamall.

Eftir útlendri þjóð apar gikkurinn.


Heimskur

Á fáu kann heimskur hóf.

Heimskum er þögn best.

Heimskur veit ei síns maga mál.


Hjarta

Betra er gott hjarta en hvatt sverð.

Oft er deigt hjarta undir dýrri brynju.

Ekki hafa allir hjartað á vörunum.


Hugur

Hugurinn ber mann hálfa leið.

Hugurinn er hálfur draumur.

Margur um hug sér mæla kann.


Hygginn

Hljóður er hygginn maður.

Sjaldan hlær hygginn hátt.

Veit hygginn hvað við sitt hæfi er.

Hygginn lætur sér segjast.

Hygginn vinnur móð sinn með visku.

Oft hafa hyggnir menn heimska niðja.


Höfuð

Hærra ber höfuð en herðar.

Höfuðið verður fótum falli að varna.

Bágt er að berja höfðinu við steinninn.


Höggva

Heggur sá er hlífa skyldi.

Ekki er hægt að höggva þá haldið er fyrir.


Kerling

Kerling vill hafa nokkuð fyrir sinn snúð.

Ekki er gjöf í kerlingareyranu.


Kollóttur

Illt er að kljást við kollóttan.


Krókur

Snemma beygist krókurinn til þess sem verða vill.


Lilja

Allir vildu Lilju kveðið hafa.


Ljúga

Vel lýgur sá er með vitnum lýgur.

Svo má einn ljúga að einn hangi.

Mörgu lýgur sá margt talar.


Lúkas

Ekki skrifar Lúkas svo.


Lúta

Sá verður að lúta sem lægra hefur vald.

Sá verður að lúta sem lágar hefur dyr.


Læknir

Læknir bjargar sjálfum sér.


Maður

Maður skal æ eftir mann lifa.

Munur er að mannsliði.

Maður er manns gaman.

Huggun er manni mönnum að.

Maðurinn einn er ei nema hálfur.


Mál

Oft fá vond mál vænar stoðir.

Illt er rangt mál að verja.

Allir hafa nokkuð til síns máls.

Af máli má manninn þekkja.


Orð

Brátt fer orð er um munn líður.

Fer orð og flýgur.

Töluð orð verða ekki aftur tekin.

Engin lifir orðalaust.

Fæst orð hafa minnsta ábyrgð.

Orð eru til alls fyrst.

Oft þýtur orð um eyra.


Ráð

Oft hafa góð ráð úr refsbelg komið.


Rógur

Rógstungur reka frið úr húsi.


Saga

Þá er ei sagan ef ei er yrkisefnið.

Bráður er sögusmiður.


Sannleikur

Sannleikurinn er sagna bestur.

Oft má satt kyrrt liggja.

Sannleikurinn er sagnafár en lygin langorð.

Oft er sannleikurinn seinn úr munni.

Sannleikanum verður hver sárreiðastur.

Sannleikurinn bítur best.


Sár

Hver hefur sín að binda sár.

Oft eru þau sárin verst sem ekki blæða.

Það er lítið sár sem ekki svíður.


Segja

Segðu það heldur steininum heldur en engum.

Hver veit það sem aldrei segist.

Seint segist þeim er aldrei segist.

Margt verður seinna en segir.

Seg mér að sunnan, ég er nýkominn að norðan.


Sekur

Fár gengur sekur af sjálfs dómi.


Skarn

Oft kann að loða skarn við skál.


Skemmtun

Það er skammvinn skemmtun að pissa í skó sinn.


Skriða

Þar er skriðunnar von sem hún hefur fyrr fallið.

Oft vita völur á skriðu.


Skömm

Það bætir á skömmina að bíta af henni höfuðið.


Sofa

Ekki tjáir að sofa til sæfara.


Spámaður

Enginn er spámaður í sínu föðurlandi.


Súpa

Ei er sopið þótt í ausuna sé komið.


Sverð

Illt er að eiga sverð sitt í annars slíðrum.

Oft er í vondum skeiðum vænt sverð.


Tré

Oft verður tré úr mjúkum kvisti.

Lifandi tré fjölgar lengi greinum.

Falls er von af fornu tré.

Það tré er betra sem bognar en hitt sem brestur.

Bágt er rétta það tré sem bogið er vaxið.


Tönn

Oft hljóta góðar tennur illt að tyggja.

Illt er að bíta tönnum í sjálfs kjaft.


Vatn

Djúp vötn falla fram með minnstum gný.

Öll vötn renna til sjávar.

Nú falla vötn öll til Dýrafjarðar.


Vegur

Flest verður ókunnugum að vegi.

Á hrísi og háu grasi er augna vegur en ekki fóta.


Vilji

Viljann dregur hálft hlass.

Góður vilji ekur þungu hlassi heim.

Taka skal viljann fyrir verkið.


Vinur

Hreinir reikningar gera góða vini.


Vitur

Sá vægir sem vitið hefur meira.


Vísa

Hægt er að skilja hálfkveðna vísu.

Aldrei er góð vísa of oft kveðin.


Víti

Sjálfs eru vítin verst .


Vondur

Sjaldan verður vondum á vömmum bil.

Fyrri er vondur en verstur.

Einhvers staðar verða vondir að vera.

Lengi getur vont versnað.

Vondir menn drekka um síðir dreggjar sínar.

Það kemur vel á vondan.


Þakka

Ekki er vert að þakka áður en maður smakkar.

Málshættir um börn 

Til gamans eru hér teknir saman nokkrir málshættir um börn sem margir hverjir fela í sér mikilvæg sannindi um uppeldi barna. Málshættirnir eru fengnir úr bókinni Íslenzkir málshættir sem þeir Bjarni Vilhjálmsson og Óskar Halldórsson tóku saman.

    Það læra börnin sem fyrir þeim er haft.

    Heimskt er heimaalið barn.

    Barn er móðurinnar besta yndi.

    Bregður barni til ættar.

    Spakt skyldi elsta barn og vel vanið.

    Brennt barn forðast eldinn.

    Barnið vex en brókin ekki.

    Bragð er að, þá barnið finnur.

    Á misjöfnu þrífast börnin best.

    Bundinn er sá er barnsins gætir.

    Lík börn leika best.

    Á gólfi skyldi gott barn sitja.

    Gott barn kveður góða vísu.

    Þægt barn fær gott atlæti.

    Blessun vex með barni hverju.

    Barnalán er betra en fé.

    Barna lund er blíð fædd.

    Barn gefur barns svör.

    Bljúg er barns lundin.

    Auðginnt er barn í bernsku sinni.

    Lítil er barns huggun.

    Tamur er barns vaninn.

    Að þykir barninu, þá það grætur.

    Allir hafa börn verið.

    Fáir kunna eitt barn að aga.

    Blautt er barns holdið.

    Margt er barna bölið.

    Seint er að byrgja brunninn, þá barnið er dottið ofan í.

    Lengi býr að fyrstu gerð.

    Allt ungviði leikur sér.

    Sjaldan er gott uppeldi oflaunað, nema illu sé.

    Móðir er barni best.

    Milt er móður hjarta.

    Mjúk er móður höndin.

    Móðir dylur barnsins bresti.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband