3.5.2007 | 21:43
Dalai Lama
Stundum þegar ég hitti gamlan vini minnist ég þess hversu hratt tíminn líður. Þá velti ég því fyrir mér hvernig við notum tímann. Það er mikilvægt að nýta hann vel. Á meðan við höldum líkama okkar og því undri sem mannsheilinn er, telst hver mínúta dýrmæt. Vonin er fjörgjafi hversdagsins þótt við höfum enga tryggingu fyrir framtíðinni. Við göngum ekki að því vísu að við verðum hér á sama tíma á morgun. En við vinnum að því á grundvelli vonarinnar. Við verðum því að nota tímann eins vel og við getum. Ég held að við nýtum hann rétt með því að þjóna öðrum skynverum. Ef ekki, verðum við að minnsta kosti að forðast að gera þeim mein. Ég held að þetta sé undirstaða heimspeki minnar. Íhugum hvað gefur lífinu gildi og merkingu og forgangsröðum í samræmi við það. Við verðum að hafa jákvæðan tilgang með lífinu. Það er okkur ekki meðfætt að vilja valda vandræðum eða gera öðrum mein. Eigi líf okkar að hafa gildi verðum við að þroska með okkur grundvallarkosti hlýju, velvild, samhygð. Þá fær líf okkar merkingu, það verður friðsælla hamingjusamara.
***************************************************
Við ættum því að nálgast aðra af opnum hug og líta á hvern og einn sem aðra mennveru, nákvæmlega sömu gerðar og við sjólf. Munurinn manna á milli er ekki svo mikill.
***************************************************
***************************************************
Við ættum því að nálgast aðra af opnum hug og líta á hvern og einn sem aðra mennveru, nákvæmlega sömu gerðar og við sjólf. Munurinn manna á milli er ekki svo mikill.
***************************************************
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.