8.5.2007 | 13:46
Gjöfin
Gjöfin
Ég veit ekki hvort þú hefur,
huga þinn við það fest.
Að fegursta gjöf sem þú gefur,
er gjöfin sem varla sést.
Ástúð í andartaki,
augað sem glaðlega hlær.
Hlýja í handartaki,
hjartað sem örar slær.
Allt sem þú hugsar í hljóði,
heiminum breytir til.
Gef þú úr sálarsjóði,
sakleysi, fegurð og yl.
Úlfur Ragnarsson
Ég veit ekki hvort þú hefur,
huga þinn við það fest.
Að fegursta gjöf sem þú gefur,
er gjöfin sem varla sést.
Ástúð í andartaki,
augað sem glaðlega hlær.
Hlýja í handartaki,
hjartað sem örar slær.
Allt sem þú hugsar í hljóði,
heiminum breytir til.
Gef þú úr sálarsjóði,
sakleysi, fegurð og yl.
Úlfur Ragnarsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.