Skemmtilegar vísur

Hlustađi á Diddú og Jónas Ingimundarson flytja ţessa texta á alveg frábćran hátt međ miklum leikrćnum tjáningum.  Skemmtilegir textar sem öđluđust mikiđ líf í fyrrnefndum flutningi međ frábćrum söng og undirspili.

Yfirlýsing  
Magnea Matthíasdóttir

líf mitt
er ekki laugardalsvöllur
ađ ţú getir leikiđ ţér
í fótbolta
međ tilfinningar mínar

líkami minn er ekki vesturbćjarlaug
ađ ţú getir svamlađ ţar
ţér til hressingar
gegn vćgu gjaldi ástarorđs

hjarta mitt
er ekki ađalbókasafniđ
ađ ţú getir sótt ţangađ
ţćr kenndir
sem falla best ađ smekk ţínum

í stuttu máli
heyri ég ekki undir félagslega ţjónustu
í reykjavík
heldur er ég kona
bý í skerjafirđi
og á mig sjálf
 

Bókagleypir
Ţórarinn Eldjárn

Hann Guđmundur á Mýrum borđar bćkur,
ţađ byrjađi upp á grín og varđ svo kćkur.
Núorđiđ ţá vill hann ekkert annađ,
alveg sama ţó ađ ţađ sé bannađ.

Hann lćtur ekki nćgja kafla og kafla,
hann kemst ekki af međ minna en heilan stafla.
Hann er víđa í banni á bókasöfnum,
en beitir gerviskeggi og fölskum nöfnum.

Hann gleypir í sig feitar framhaldssögur
og fćr sér inn á milli stuttar bögur.
Hann telur víst ađ maginn muni skána
í mörgum viđ ađ bíta í símaskrána.

Hann segir: Ţó er best ađ borđa ljóđ,
en bara reyndar ţau sem eru góđ.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband