Gefum af einlægni...

Láttu þér aldrei finnast að þú hafir ekkert að gefa.  Þú hefur gífurlega margt að gefa og þú munt gera þér grein fyrir að því minna sem þú hugsar um það, þeim mun betur gengur það.  Því meira sem þú hugsar um aðra og lifir fyrir þá, gleymir sjálfum þér algjörlega í þjónustu við þá, með enga hugsun um hvað þú fáir út úr lífinu, þeim mun hamingjusamari verður þú.  Gefðu aldrei með annarri hendi til að taka það aftur með hinni.  Þegar þú gefur hvað sem það er, gefðu þá án nokkurra skilyrða svo hægt sé að nota það algjörlega frjálst.  Þegar þú gefur, gefðu þá ríkulega, fúslega og af öllu hjarta, og gleymdu því síðan.  Þessar reglur eiga við gjafir á öllum sviðum, hvort sem þær eru efnislegar eða andlegar, snertanlegar eða ósnertanlegar.  Vertu alltaf örlátur þegar þú gefur og óttastu ekki að þjást af skorti, því á þann hátt er það ekki sönn gjöf. 
Gefir þú einlæglega mun þig ekkert skorta.

Úr bókinni ”Ég er innra með þér” eftir Eileen Caddy.

PS

Byrja á göngunni aftur eftir áramót.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Sandra mín.  Þakka þér fyrir falleg orð, fyrir bréfin þín og boð sem ég hef einu sinni ekki svarað.  Ég vona að þú fyrirgefir mér það. 

Líði þér yndislega vel.  Þú ert svo frábær.

Þín Unnur

Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 18:07

2 identicon

´hvaða göngu er verið að tala um sandra

lilja (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 23:38

3 identicon

Stefni á að vera með göngu vikulega á laugardögum eftir áramót og öllum sem hafa áhuga velkomið að mæta.  Fínt að ganga í klukkutíma og fara í sund á eftir en það er alveg frjáls hvað hver gerir.  Geri þetta til að þurfa ekki að ganga ein og einnig til að drífa mann út. 
Vonast til að sjá þig eftir áramót.  Bara að fylgjast með vefsíðunni.  Reyni að setja inn á fimmtudegi upplýsingar um gönguna.

Sjáumst

Hjartagull (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband