10.4.2008 | 11:59
Lífsþor
Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
Sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
Djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
Manndóm til að hafa eigin skoðun.
Það þarf viljastyrk til að lifa eigin ævi,
Einurð til að forðast heimsins lævi,
Visku til að kunna að velja og hafna,
Velvild, ef að andinn á að dafna.
Þörf er á varúð víðar en margur skeytir.
Víxlspor eitt oft öllu lífi breytir.
Þá áhættu samt allir verða að taka,
En enginn tekur mistök sín til baka.
Það þarf magnað þor til að vera sannur maður,
Meta sinn vilja fremur en fjöldans daður,
Fylgja í verki sannfæringu sinni
Sigurviss, þó freistingarnar ginni.
Árni Grétar Finnsson
Sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
Djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
Manndóm til að hafa eigin skoðun.
Það þarf viljastyrk til að lifa eigin ævi,
Einurð til að forðast heimsins lævi,
Visku til að kunna að velja og hafna,
Velvild, ef að andinn á að dafna.
Þörf er á varúð víðar en margur skeytir.
Víxlspor eitt oft öllu lífi breytir.
Þá áhættu samt allir verða að taka,
En enginn tekur mistök sín til baka.
Það þarf magnað þor til að vera sannur maður,
Meta sinn vilja fremur en fjöldans daður,
Fylgja í verki sannfæringu sinni
Sigurviss, þó freistingarnar ginni.
Árni Grétar Finnsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.