Afmæli þú átt í dag.
Út af því við syngjum lag.
Sama daginn sem er nú,
sannarlega fæddist þú.
heillakallinn minn
Til hamingju með heilladaginn þinn,
heillakallinn minn
Allt þér gangi vel í vil,
vertu áfram lengi til
Allt þér verði hér í hag,
höldum upp á þennan dag.
Til hamingju með heilladaginn þinn,
heillakellan mín.
Til hamingju með heilladaginn þinn,
heillakellan mín.
Gjöfin
Ég veit ekki hvort þú hefur,
huga þinn við það fest.
Að fegursta gjöf sem þú gefur,
er gjöfin sem varla sést.
Ástúð í andartaki,
augað sem glaðlega hlær.
Hlýja í handartaki,
hjartað sem örar slær.
Allt sem þú hugsar í hljóði,
heiminum breytir til.
Gef þú úr sálarsjóði,
sakleysi, fegurð og yl.
Úlfur Ragnarsson
Flokkur: Bloggar | 18.10.2008 | 11:11 (breytt kl. 14:05) | Facebook