Afmæli

Afmæli þú átt í dag.
Út af
því við syngjum lag.
Sama daginn sem er nú,
sannarlega fæddist
þú.

Til hamingju með heilladaginn þinn,
heillakallinn minn
Til hamingju me
ð heilladaginn þinn,
heillakallinn minn

Allt þér gangi vel í vil,
vertu áfram lengi til
Allt
þér verði hér í hag,
höldum upp á
þennan dag.

Til hamingju með heilladaginn þinn,
heillakellan mín.
Til hamingju me
ð heilladaginn þinn,
heillakellan mín.
  

 

Gjöfin 

Ég veit ekki hvort þú hefur,
huga þinn við það fest.
Að fegursta gjöf sem þú gefur,
er gjöfin sem varla sést. 

Ástúð í andartaki,
augað sem glaðlega hlær.
Hlýja í handartaki,
hjartað sem örar slær. 

Allt sem þú hugsar í hljóði,
heiminum breytir til.
Gef þú úr sálarsjóði,
sakleysi, fegurð og yl. 

Úlfur Ragnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband