23.4.2006 | 16:28
Gæt vel þessa dags...
Gæt vel þessa dags.
Því gærdagurinn er draumur
og morgundagurinn hugboð
en þessi dagur í dag
sé honum vel varið
umbreytir hverjum gærdegi
í verðmæta minningu
og hverjum morgundegi
í vonarbjarma.
Gæt þú því vel þessa dags.
Dagurinn í dag
er dagurinn þinn..
Þú getur gert við hann
hvað sem þú vilt.
Gærdaginn áttir þú.
Honum getur þú ekki breytt.
Um morgundaginn veist þú ekki neitt.
En daginn í dag átt þú.
Gefðu honum allt sem þú megnar
Svo einhver finni í kvöld
að það er gott að þú ert til.
A. Rosenbladt
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.