Golfbrandari
Tvær vinkonur voru saman í golfi þegar önnur varð fyrir því óhappi að hitta kúluna illa í upphafshöggi og horfði með skelfingu á eftir kúlunni sem stefndi á hóp karlmanna. Kúlan lenti inni í miðjum hópnum og einn maðurinn hné til jarðar haldandi báðum höndum á milli fótanna, greinilega sárþjáður.
Vinkonurnar hlupu til mannanna og þegar þær komu að hópnum hélt maðurinn enn höndunum á milli fótanna.
Sú sem hafði slegið kúlunni baðst afsökunar og bauð fram aðstoð.
Maðurinn vildi ekki að svo stöddu þiggja aðstoð og sagðist jafna sig eftir smá stund.
Konan þráist við, sagðist vera sjúkraþjálfari og vildi fá að þreifa aðeins á manninum. Maðurinn lét tilleiðast og fékk hún hann til að leggjast á bakið og tók hendur hans frá og renndi buxnaklaufinni niður og byrjaði að nudda hann rólega.
Eftir smástund spurði hún manninn hvernig honum þætti þetta. Maðurinn svaraði því til að honum þætti þetta mjög gott en hann væri enn að drepast í þumalfingrinum
Flokkur: Dægurmál | 2.1.2007 | 22:21 (breytt 1.5.2007 kl. 21:06) | Facebook