Muna að brosa

Sigurbros breytir öllum í sigurvegara

Heart

Hlátur er bros sem springur

Mary H. Waldrip

Heart

Bros er vegabréf sem kemur þér hvert sem þú vilt

Heart

Hlæðu – og þá hlær heimurinn með þér.

 

Ellen Wheeler Wilcox

Heart

 


Fleiri bros

Flest bros kvikna út frá öðrum brosum
Smile Byrja þú Smile

Heart

Bros sem þú deilir með öðrum er tvöfalt bros

Heart

Sértu í vafa, skaltu brosa

Heart


Meira...

Heimurinn er eins og spegill, ekki satt?
Brostu og vinirnir brosa á móti.

 Heart

Hamingjan felst í að gleðjast,
ekki eignast.

Heart

Kíktu í myndaalbúmið undir "Kort til sölu"
(muna að smella á Kort til sölu til að sjá allar myndirnar)
og skoðaðu kortin sem ég var að búa til.
Ef þú vilt get ég selt þér
og þú getur einnig sent mér texta sem þú vilt hafa framan á,
ef aðrar hugmyndir eru í gangi.

HeartMeð kveðju frá hjartanu.Heart


BROS

 

Ef þú byrjar ekki daginn á því að brosa,
þá er ekki of seint að byrja að æfa sig
fyrir morgundaginn.

 Heart

Bros er ljós í glugga sálarinnar,
sem sýnir að hjartað er heima.

Heart


Sumarkveðja

  Falleg hugsun, fallegt bréf
falleg sumarkveðja.
Því ég sendi þetta stef
þér tókst mig að gleðja.
                                                        Lauma

Fékk þessa fallegu vísu senda eftir að ég sendi smá sumarkveðju og gladdi hún mitt hjarta mjög, því hún staðfestir að það á að senda kort af minnstu tilefnum, til að gleðja aðra.

Hjartaknús.


Vinur

Hlý orð af vörum vinar
kunna að vera fljótsögð
og létt á metum,
en ylur þeirra endist lengi.


4ever

Ég er sjálfstæður söluaðili hjá Forever Living Products sem framleiðir
vörur úr Aloe Vera og býflugnaafurðum.

Sjá nánari vörulýsingar í word skjalinu hér að neðan

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Kortin mín

Nú er ég búin að setja inn myndir af kortunum mínum sem ég hef búið til.
Ef ykkur langar að kíkja á þau þá smellið á myndaalbúm og síðan á Kort og þá sjáið þið öll kortin sem eru komin inn.


Ég er að lesa bókina Kyrrðin talar eftir Eckhart Tolle, alveg mögnuð bók.

"Sönn er sú viska sem þögnin vekur og virkjar. 
Kyrrðin býr yfir sannri sköpun og lausnum þess sem leysa þarf."


Ketilstígur á Reykjanesi

Á laugardaginn fór ég Ketilstíginn á Reykjanesinu og sendi hér slóðina með myndum úr ferðinni

www.vf.is/ljosmyndavefur/afstad2/1/1/default.aspx


Upplýsingar um ferðirnar eru á

www.sjfmenningarmidlun.is

Fengum gott veður og var þetta mjög góð ferð.  
Var upplit á krossurunum þegar strætó birtist á leiðinni til baka að bílastæðinu við Djúpavatn.


Vorið...

Gleðilegt sumar og takk fyrir skjástundir í vetur.

Hér er uppáhalds vorljóðið mitt

 

Og hér sit ég
í friði og spekt
og geri ekki neitt.
Vorið er komið
og grasið grær af sjálfum sér.
Zenrin


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband