1.5.2008 | 12:00
Á stað á Reykjanesið
Bendi á þessar áhugaverðu göngur á Reykjanesinu á www.sjfmenningarmidlun.is
Fyrsta ferð er á laugardaginn 3. maí n.k.
Kíkið á síðuna.
Bloggar | Breytt 13.5.2008 kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2008 | 13:11
Ein hugsun í einu...
Sjáðu því til þess að sú hugsun sé uppbyggileg, jákvæð og kærleiksrík. Þá talar þú uppbyggilega og kemur fram á kærleiksríkan hátt. Reyndar mun allt viðhorf þitt verða jákvætt og líf þitt fyllist af kærleika, gleði, hamingju, vellíðan, velgengni og jafnvægi.
Ef þú ert næmur, hefur neikvæðar og skaðlegar hugsanir, veikja þær alla tilveru þína. Viðhorf þitt verður óljóst, þú verður þunglyndur og jafnvel líkamlega veikur. Reyndu að skilja að þú sjálfur kemur þér í þetta ástand með rangri hugsun. Breyttu henni og þú breytir öllu. Þú ímyndar þér ef til vill að þú eigir í margs konar erfiðleikum og þess vegna sértu í neikvæðu hugarástandi. En er það svo? Eru hugsanir þínar, ekki þínar eigin? Ertu ekki frjáls að því að lyfta upp vitundinni og hugsa jákvæðar, kærleiksríkar og uppbyggilegar hugsanir sem skapa velllíðan?
Valið er ávallt þitt.
Eileen Caddy
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2008 | 13:16
Aðalmálið fyrir þig og maka þinn
Ein fallegasta ástarjátning sem til er, einhver yndislegustu skilaboð sem þú getur sent maka þínum hljóða eitthvað á þessa leið: Þú ert það dýrmætasta sem ég á Það er fátt sem yljar manni eins um hjartarætur og vissan um að einhver elskar mann eins og maður er, að maður skipti verulegu máli í lífi þeirra manneskju sem maður elskar. Þessi vissa fyllir mann öryggi og löngun til að vera trúr þessari manneskju sem kann svo vel að meta mann. Þetta er allt í senn, hrós, traustyfirlýsing og gullfalleg ástarjátning.
Besta leiðin til að koma þessum skilaboðum til makans er jú, einmitt einfaldlega að segja honum það. Láttu maka þinn vita það með reglulegu millibili hvað það er sem þú kannt best við í fari hans. Vertu nákvæmur. Ef þú stenst ekki brosið hans, hláturinn, eitthvað sem hann gerir eða segir, láttu hann vita það. Ekki ganga út frá því sem vísu að hann viti hvers vegna þú elskar hann það getur vel verið að hann hafi ekki hugmynd um það. Það getur verið að þú hafir ekki sagt honum það lengi, lengi.
Ein af aukaverkunum þessarar ástarjátningar er sú að sambandið styrkist og endurnýjast. Með því að einblína á jákvæða þættina í fari hans, siðum og hegðun, þá dregurðu athygli ykkar beggja að því sem er gott í sambandinu, þú ferð að hugsa um það góða sem býr í ykkur báðum. Það hjálpar þér að líta fram hjá göllunum og kemur í veg fyrir að þú látir smámálin ergja þig. Og það sem meria er: Þegar maki þinn veit nákmvæmlega hvað það er sem þú kannt best að meta í hegðun hans og viðhorfum, þá aukast líkurnar á að hann hegði sér fremur þannig. Dæmi: Ef þú segir við maka þinn: Mér finnst yndislegt að þú skulir alltaf muna eftir að þakka mér fyrir þegar ég hef lagt mig fram um að gera eitthvað fyrir þig þá er nokkuð öruggt að hann mun halda því áfram. Þín jákvæðu viðbrögð styrkja þessa jákvæðu hegðun. Ef þú hins vegar tekur því sem sjálfsögðum hlut að hann þakki þér fyrir það sem þú gerir fyrir hann, og maki þinn veit ekki hvort það skiptir þig yfirhöfuð nokkuð máli, eru mun meiri líkur á að með tímanum hætti hann að þakka þér fyrir.
Ein góð vinkona okkar er sálfræðingur sem hefur sérhæft sig í hjónaráðgjöf. Hún fullyrðir að flestir skjólstæðingar hennar viti upp á hár hvað í fari þeirra fari mest í taugarnar á maka þeirra en hafi ekki hugmynd um hvað í fari þeirra hann kunni best að meta. Það er ekki að furða þó þetta fólk þurfi ráðgjöf! Hún heldur því fram að um leið og fólk fari að horfa meira á það jákvæða í fari maka síns í stað þess að einblína eingöngu á það sem gæti verið eða ætti að vera öðruvísi gjörbreytist sambandið til hins betra.
Eins og flest hjón höfum við gengið saman í gegnum súrt og sætt aðallega þó sætt. Eitt hefur samt ekki breyst: Við elskum og virðum hvort annað. Ég er það dýrmætasta sem hún á og hún er mitt dýrasta djásn.
Við vonum að þið getið sagt það sama.
Kafli úr bókinni Láttu ekki smámálin í ástinni ergja þig eftir Richard og Kristine Carlson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2008 | 12:44
Gullkorn
það er þar sem við verðum að vera
þau ár sem við eigum ólifuð.
- Mark Twain
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2008 | 22:10
Ástarsaga
Hvernig fæ ég skýrt
þá kennd er fyllir vitund mína alla tíð,
þá kennd sem er í senn svo ofursterk og blíð,
Þá kennd sem rúmar allt sem áður fyrri var
og allt sem er.
Er til nokkur kennd
sem ristir dýpra en þessi í sálu sérhvers manns,
sem lyftir hærra upp í hæðir hreinleikans,
með skýrleik sínum tendrar loga tærleikans
og göfgar mest.
Þú ert mér allt sem einhvers virði er,
það ljós em ávallt lýsir fyrir mér.
Sem himnar opnist er þín ást
og þó að ég sé einn, þín ímynd fyllir
það tóm sem var og ljóma gyllir
og gildir ljær og göfgar allt.
Þó sökkvi lönd í sæ,
þó hrynji fjöll og farist allt sem jarðneskt er,
þó sortni himinn verður ást þín ávallt hér.
Sem guða logi hún um alla eilífð skín
og verður mín.
´Jóhanna G. Erlingsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2008 | 11:18
Bæn dagsins
Í dag hef ég gert allt rétt.
Ég hef ekki slúðrað, ekki orðið reið,
ekki verið gráðug, fúl, vond, eða sjálfselsk.
Ég hef ekki vælt, kvartað, blótað eða borðað súkkulaði.
Ég hef ekki sett neitt á kreditkortið mitt.
En ég fer á fætur eftir nokkrar mínútur og mun þurfa mun meiri hjálp eftir það.
Amen
Kveðja
Þinn leynivinur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2008 | 11:59
Lífsþor
Sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
Djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
Manndóm til að hafa eigin skoðun.
Það þarf viljastyrk til að lifa eigin ævi,
Einurð til að forðast heimsins lævi,
Visku til að kunna að velja og hafna,
Velvild, ef að andinn á að dafna.
Þörf er á varúð víðar en margur skeytir.
Víxlspor eitt oft öllu lífi breytir.
Þá áhættu samt allir verða að taka,
En enginn tekur mistök sín til baka.
Það þarf magnað þor til að vera sannur maður,
Meta sinn vilja fremur en fjöldans daður,
Fylgja í verki sannfæringu sinni
Sigurviss, þó freistingarnar ginni.
Árni Grétar Finnsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2008 | 21:58
Ég bað...
Ég bað um að verða sterkur og Guð gaf mér erfiðleika til að gera mig sterkan.
Ég bað um að verða vitur og Guð gaf mér verkefni til að leysa.
Ég bað um velsæld og Guð gaf mér hug og hönd til að vinna.
Ég bað um hugrekki og Guð lét mig mæta hættum til að leysa.
Ég bað um ást og Guð gaf mér fólk í erfiðleikum sem ég gat hjálpað.
Ég bað um greiða og Guð gaf mér tækifæri.
Ég fékk ekkert af því sem mig langaði í!
Ég fékk allt sem ég þurfti!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2008 | 11:49
Þú skiptir máli !
Dag einn bað kennari nemendur sína að skrifa nöfn bekkjarfélaganna á blað. Þeir áttu að skrifa eitt nafn í hverja línu og hafa auða línu á milli.
Síðan bað hún nemendur sína að hugsa um það besta um hvern og einn og skrifa það fyrir neðan nafnið. Þegar nemendur fóru úr tíma skiluðu þau blöðunum til kennarans sem fór með þetta heim og bjó til lista yfir hvern nemanda og safnaði saman því sem bekkjarfélagarnir höfðu skrifað. Síðan fengu nemendurnir þetta í hendurnar daginn eftir. Þegar þeir lásu þetta urðu þeir hissa á öllu því jákvæða sem bekkjarfélagarnir höfðu skrifað. Þeir höfðu ekki gert sér grein fyrir að þeir skiptu svona miklu máli. Kennarinn vissi ekki hve mikið nemendurnir ræddu þetta sín á milli eða við foreldrana en þetta hafði tilætlaðan árangur. Nemendurnir urðu ánægðari með sig og aðra í bekknum, þeim leið betur.
Lífið hélt áfram.
Mörgum árum seinna lést einn nemendanna sem hét Magnús og kennarinn ákvað að vera viðstaddur jarðarförina. Einn vinur hins látna gekk til hennar og spurði hvort hún hefði verið kennarinn hans og sagði að Magnús hefði talað mikið um hana. Foreldrar hins látna komu einnig til hennar og vildu sýna henni svolítið. Þau höfðu fundið samanbrotið blað í veski Magnúsar og var það listinn með öllu jákvæðu atriðunum frá bekkjarfélögunum sem kennarinn hafði fengið honum fyrir mörgum árum. "Þakka þér fyrir að gera þetta,því eins og þú sérð þá skipti þetta hann miklu máli" sagði móðir Magnúsar.
Fyrrum bekkjarfélagar tóku undir það og sögðu að þessi listi hefði fylgt þeim öllum gegnum lífið og skipt þá mjög miklu máli. Þetta var eitt af því sem þeim þótti vænst um. Þegar gamli kennarinn heyrði þetta settist hún niður og grét, bæði syrgði hún Magnús og svo var hún hrærð yfir því að hafa snert nemendur sína með þessu uppátæki.
Flest okkar hegðum við okkur þannig eins og að við höfum gleymt því að lífið endar einn góðan veðurdag. Enginn okkar veit hvenær sá dagur verður. Þess vegna bið ég þig að segja við þá sem þér þykir vænt um hvað þeir séu þér mikilvægir og eigi sérstakan stað í hjarta þér. Gerðu það oft áður en það verður of seint.
Sýndu að þér er annt um vini þína. Mundu að þú uppskerð eins og þú sáir. Mundu að þú ert mikilvægur einhverjum. Vona að dagurinn verði þér góður og sérstakur, því þú skiptir miklu máli!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2008 | 10:31
Ganga og sund nr. 4
Nú er ganga númer 4.
Laugardaginn. 9. febrúar 2008.
Endilega bætist í hópinn og sendið mér SMS
eða skrifið í Athugasemdirnar hér fyrir neðan
ef þið ætlið að mæta.
Alla laugardaga kl. 9:30
Hugmyndin er orðin að veruleika
og á hverjum laugardegi kl. 9:30,
er gengið út frá sundlaug,
ganga í ca. 1 tíma
og sund á eftir.
Væri gaman að sjá ykkur sem flest
og endilega takið einhvern með ykkur
maka, börn, vini...
Fyrir valinu núna er
Árbæjarlaug
Hittumst í andyrinu.
Göngugarpur
Það er aldrei nægur tími til að gera allt...
en það er alltaf nægur tími til að gera mikilvægustu hlutina -
- Hyrum Smith
Bloggar | Breytt 8.2.2008 kl. 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)