Nokkrar myndir úr göngunni ;D

Útsýni frá GrafarvogiGöngugarpur, einn á ferðEnn má sjá jólaljósinFallagt útsýni

Ganga og sund

Ganga og sund

Nú er ganga númer 3,
eftir langt jólafrí.
 Laugardaginn. 12. janúar 2008.

Endilega bætist í hópinn og sendið mér SMS
eða skrifið í “Athugasemdirnar” hér fyrir neðan
ef þið ætlið að mæta.
Alla laugardaga kl. 9:30
Hugmyndin er orðin að veruleika
og á hverjum laugardegi kl. 9:30,
er gengið út frá sundlaug,
ganga í ca. 1 tíma
og sund á eftir.

Væri gaman að sjá ykkur sem flest
og endilega takið einhvern með ykkur
maka, börn, vini...

Fyrir valinu núna er
Grafavogslaug
Hittumst í andyrinu.
Göngugarpur


Gefum af einlægni...

Láttu þér aldrei finnast að þú hafir ekkert að gefa.  Þú hefur gífurlega margt að gefa og þú munt gera þér grein fyrir að því minna sem þú hugsar um það, þeim mun betur gengur það.  Því meira sem þú hugsar um aðra og lifir fyrir þá, gleymir sjálfum þér algjörlega í þjónustu við þá, með enga hugsun um hvað þú fáir út úr lífinu, þeim mun hamingjusamari verður þú.  Gefðu aldrei með annarri hendi til að taka það aftur með hinni.  Þegar þú gefur hvað sem það er, gefðu þá án nokkurra skilyrða svo hægt sé að nota það algjörlega frjálst.  Þegar þú gefur, gefðu þá ríkulega, fúslega og af öllu hjarta, og gleymdu því síðan.  Þessar reglur eiga við gjafir á öllum sviðum, hvort sem þær eru efnislegar eða andlegar, snertanlegar eða ósnertanlegar.  Vertu alltaf örlátur þegar þú gefur og óttastu ekki að þjást af skorti, því á þann hátt er það ekki sönn gjöf. 
Gefir þú einlæglega mun þig ekkert skorta.

Úr bókinni ”Ég er innra með þér” eftir Eileen Caddy.

PS

Byrja á göngunni aftur eftir áramót.


Komdu með...

Ganga og sund

Nú er ganga númer 2, laugardaginn. 1. desember 2007.
Í göngu 1. mættu fjórir.
Endilega bætist í hópinn og sendið mér SMS
eða skrifið í “Athugasemdirnar” hér fyrir neðan
ef þið ætlið að mæta.
Alla laugardaga kl. 9:30
Hugmyndin er orðin að veruleika
og á hverjum laugardegi kl. 9:30,
er gengið út frá sundlaug,
ganga í ca. 1 tíma
og sund á eftir.

Væri gaman að sjá ykkur sem flest
og endilega takið einhvern með ykkur
maka, börn, vini...

Fyrir valinu núna var
Breiðholtssundlaug
Göngugarpur


Ég óska...

Ég vakna þennan morgun og vel að hann sé góður
vel að hann sé yndislegur, myrkur og hljóður
ég vel að kúr´um stund og staðnæmast við það
hve stórkostlegt sé lífið ef fátt amar að.

Ég ákveð því að velja að vandamálin fá
vistuð séu hjá mér til þess eins að ljá
tilverunni ennþá fleiri tilbrigði og fleti
ég tek þeim opnum örmum svo nýtt mér þau ég geti.

Og eftir litla stund ég vel að far´ á fætur
faðma þennan morgun og allar hans rætur
hita mér gott kaffi af kærleik þess ég nýt
kex smyr með osti í blöðin svo ég lít. 

Að endingu ég segi við þig sem þetta lest
þett´ er góður dagur, hafðu það sem best
ég óska þess að hugsanir fallegar þig finni
ég faðmlag þér sendi og kveð þig að sinni.

Unnur Sólrún


Viltu koma með...

Ganga og sund

  

Hvernig væri nú að koma með mér í smá göngu og sund á eftir? !!

Alla laugardaga kl. 9:30
Til að þurfa ekki að ganga ein hef ég ákveðið að setja hér inn á heimasíðuna mína upplýsingum um hvar ég ætla að ganga.
Hugmyndin er að gera þetta á hverjum laugardegi kl. 9:30,
og ganga alltaf út frá sundlaug,
ganga í ca. 1 tímaog sund á eftir. 

Væri gaman að sjá ykkur sem flest
og endilega takið einhvern með ykkur
maka, börn, vini... 

Sjáumst laugardaginn 24. nóvember kl. 9:30
við Árbæjarlaug. 

Væri gaman ef þið sendum SMS á mig ef þið ætlið að koma. 

Göngugarpur

Ég hef lært...

 Eilífðarhamingja:

Þegar ég var yngri, vóg ég nokkrum kílóum minna. Ég þurfti aldrei að halda maganum inni þegar ég fór í þröngan kjól.

En nú, þegar ég er orðin eldri, hefur líkami minn brotist til frelsis. Og um þann hluta hans sem einu sinni var mitti, eru þægileg teygjanleg efni.  Ítölsku skórnir þurfa að vera tveim númerum stærri en áður, ef ég kem þá fótunum yfirleitt í þá, og skrefbótin á sokkabuxunum sígur allt of oft niður undir hné.

En ég hef einnig lært að það skiptir engu máli hvað gerist, eða hversu Dimmt virðist yfir öllu í dag. 
Lífið heldur áfram og á morgun kemur betri dagur.

Ég hef lært, að það segir mikið til um manneskjuna hvernig hún bregst við þessum þremur hlutum:
1. Rigningardegi  2. Týndum farangri  3. Flæktu jólatrésskrauti

Ég hef lært, að óháð því hvernig samband okkar er við foreldra okkar, komum við til með að sakna þeirra, þegar þau eru horfin á braut. 
 Ég hef lært, að það að verða sér úti um peninga og hluti, er ekki það sama og að skapa sér líf.

Ég hef lært, að af og til býður lífið okkur upp á annað tækifæri.

Ég hef lært, að maður getur ekki farið í gegnum lífið með hornabolta-hanska á báðum höndum.  Öðru hvoru verður maður líka að gefa boltann til baka.

Ég hef lært, að þegar ég ákveð eitthvað beint út frá hjartanu, þá hef ég yfirleitt hitt á hina einu réttu ákvörðun.

Ég hef lært, að þó að ég sé sár, þurfi ég ekki að særa aðra.

Ég hef lært, að á hverjum degi eigi maður að rétta öðrum höndina. Allir þurfa hlýjar hugsanir og vinalegt klapp á axlirnar.

Ég hef lært, að ég er alltaf að læra eitthvað nýtt.

Ég hef lært, að það sem þú segir og gerir, vill gleymast, en fólk gleymir ekki hvernig þú lætur því líða.
 Með ósk um góðan dag J

Sérstök klukkustund

Maður nokkur kemur heim úr vinnu, þreyttur og pirraður. Kemur að syni sínum þar sem hann bíður eftir honum við dyrnar.
"Pabbi, má ég leggja fyrir þig spurningu ?"
" Já að sjálfsögðu, hvað er það ?" svaraði faðirinn.
" Pabbi, hvað færðu borgað fyrir klukkustundina ?"
" Það kemur þér ekkert við. Því ert þú að spyrja svona hluti ?"svaraði faðirinn reiður.
" Mig langar bara að vita það. Gerðu það segðu mér hvað þú færð mikið fyrir klukkustundina ?" bað litli drengurinn.
" Ef þú þarft endilega að vita það, þá fæ ég 3.000 kr. á klukkustund."
" Ó, sagði sá stutti, og lítur niður. Lítur upp til pabba síns, og segir "
Pabbi, villtu vera svo vænn að lána mér 1.500 ?"

Faðirinn brást illur við. " Ef að það er ástæðan fyrir spurningu þinni, að þú gætir fengið lánaðan pening til að kaupa eitthvert bjánalegt leikfang eða einhverja aðra vitleysu, þá skaltu fara beint inní herbergið þitt og fara að hátta. Og hugsaðu um það hvers vegna þú ert svona sjálfselskur.
Ég vinn langan og erfiðan vinnudag alla daga og hef ekki tíma fyrir svona barnaskap!"

Litli drengurinn fór hljóðlega inn í herbergið og lokaði á eftir sér.

Faðirinn settist niður og varð eiginlega reiðari útaf spurningu litla drengsins.
Hvernig vogaði hann sér að spyrja svona bara til að fá lánaða peninga ?
Eftir um það bil klukkustund eða svo, róaðist faðirinn og hann fór að hugsa um að kannski hafi hann verið full harður við son sinn.
Kannski var eitthvað sem hann þurfti nauðsynlega að kaupa fyrir þennan 1.500 kr. og hann bæði ekki oft um pening.
Faðirinn gekk að herbergi sonar síns og opnaði dyrnar.

"Ertu sofandi vinur ?" spurði hann.

"Nei pabbi, ég er vakandi" svaraði drengurinn.

"Ég var að hugsa, að kannski hafi ég verið of harður við þig áðan sagði faðirinn.
Þetta er búin að vera langur dagur og ég tók pirringinn minn út á þér. Hérna eru 1.500 kr. sem þú baðst um.

Litli drengurinn settist strax upp,brosandi. Oh, takk pabbi !" hrópaði hann.

Þreifaði undir koddann sinn og dró fram krumpaða seðla.

Það þykknar í föðurnum þegar hann sér að drengurinn á þegar pening.
Litli drengurinn telur peningana sína rólega, og lítur á pabba sinn.

" Hvers vegna vildir þú fá pening fyrst þú áttir hann þegar .?"rumdi faðirinn.

" Vegna þess að ég hafði ekki nóg, en núna hef ég það," svaraði litli drengurinn. " Pabbi, ég á núna 3.000.  Get ég keypt klukkustund af tíma þínum ?
Villtu vera svo vænn að koma snemma heim á morgun mig langar til að borða með þér."


Desiderata - Eitthvað þráð sem er afar mikilvægt

Heilræði í þýðingu Sigurðar Ægissonar
úr Mbl sunnudaginn 20. maí 2007
 

Temdu þér stillingu í dagsins önn, og mundu friðinn, sem ríkt getur í þögninni.

Reyndu að lynda við aðra eins og mögulegt er, án þess samt að láta þinn hlut. Mæltu fram sannleikann af hógværð og berleika; og hlustaðu á aðra, jafnvel þá daufu og fávísu; einnig þeir hafa sitthvað til málanna að leggja. Forðastu háværa og freka; þeir eru bara til ama.

Ekki bera þig saman við aðra, þú verður engu bættari; því sumir eru ofjarlar þínir og aðrir svo aftur minni. Gakktu ótrauð(ur) að hverju verki. Leggðu alúð við starf þitt, hversu léttvægt sem kann að þykja; vinnan er kjölfesta í reikulum heimi.

Farðu með gát í viðskiptum, því mörg er á jörðu hál brautin. Lokaðu samt ekki augunum fyrir dyggðinni, þar sem hana er að finna; margir stefna nefnilega að háleitu marki og alls staðar eru hetjur á ferð. Vertu þú sjálf(ur), en reyndu ekki að sýnast í einu eða neinu. Allra síst þegar tilfinningar eru annars vegar. Og faðmaðu ástina, því hún er eins og grasið, fjölær, þótt annað kunni að virðast á stundum.

Virtu ráð öldungsins, sem býðst til að miðla þér af reynslu áranna. Stæltu hugann með góðri næringu, svo að hann megi vernda þig í hretviðrum lífsins. En auktu þér ekki áhyggjur að ástæðulausu. Margur óttinn stafar af þreytu og einmanaleika.

Agaðu sjálfa(n) þig, á heilbrigðan máta. Eins og trén og stjörnurnar ertu barn þessarar veraldar, og átt rétt á að dvelja hér. Og hafirðu ekki vitað það áður, munu tækifærin bjóðast þér eins og öðrum.

Vertu því sátt(ur) við Guð, hvernig sem þú annars upplifir hann eða skynjar. Og hver sem iðja þín er og væntingar, í ys og þys hvunndagsins, skaltu ávallt rækta, hlúa að og varðveita eirðina í sál þinni.

Þótt ýmislegt megi vissulega betur fara, er þetta samt yndisleg tilvera. Vertu glaðvær. Leitaðu hamingjunnar.


Skemmtilegar vísur

Hlustaði á Diddú og Jónas Ingimundarson flytja þessa texta á alveg frábæran hátt með miklum leikrænum tjáningum.  Skemmtilegir textar sem öðluðust mikið líf í fyrrnefndum flutningi með frábærum söng og undirspili.

Yfirlýsing  
Magnea Matthíasdóttir

líf mitt
er ekki laugardalsvöllur
að þú getir leikið þér
í fótbolta
með tilfinningar mínar

líkami minn er ekki vesturbæjarlaug
að þú getir svamlað þar
þér til hressingar
gegn vægu gjaldi ástarorðs

hjarta mitt
er ekki aðalbókasafnið
að þú getir sótt þangað
þær kenndir
sem falla best að smekk þínum

í stuttu máli
heyri ég ekki undir félagslega þjónustu
í reykjavík
heldur er ég kona
bý í skerjafirði
og á mig sjálf
 

Bókagleypir
Þórarinn Eldjárn

Hann Guðmundur á Mýrum borðar bækur,
það byrjaði upp á grín og varð svo kækur.
Núorðið þá vill hann ekkert annað,
alveg sama þó að það sé bannað.

Hann lætur ekki nægja kafla og kafla,
hann kemst ekki af með minna en heilan stafla.
Hann er víða í banni á bókasöfnum,
en beitir gerviskeggi og fölskum nöfnum.

Hann gleypir í sig feitar framhaldssögur
og fær sér inn á milli stuttar bögur.
Hann telur víst að maginn muni skána
í mörgum við að bíta í símaskrána.

Hann segir: Þó er best að borða ljóð,
en bara reyndar þau sem eru góð.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband