8.5.2007 | 13:46
Gjöfin
Ég veit ekki hvort þú hefur,
huga þinn við það fest.
Að fegursta gjöf sem þú gefur,
er gjöfin sem varla sést.
Ástúð í andartaki,
augað sem glaðlega hlær.
Hlýja í handartaki,
hjartað sem örar slær.
Allt sem þú hugsar í hljóði,
heiminum breytir til.
Gef þú úr sálarsjóði,
sakleysi, fegurð og yl.
Úlfur Ragnarsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2007 | 11:15
Litla bókin um ZEN
í þýðingu Gunnars Dal
Allt sem er
í þessum alheimi okkar
kemur frá því
sem ekki er.
Þegar þú skilur undrið mikla,
rót alls sem er,
verður þú eins og það
og þarfnast einskis framar.
Taó Te Ching
Þegar ekkert
er í huga þínum
og hugur þinn
er ekki bundinn
við neitt,
þá fyllist tóm þitt
af undrinu mikla.
To-shan / Tokusan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2007 | 21:43
Dalai Lama
***************************************************
Við ættum því að nálgast aðra af opnum hug og líta á hvern og einn sem aðra mennveru, nákvæmlega sömu gerðar og við sjólf. Munurinn manna á milli er ekki svo mikill.
***************************************************
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2007 | 22:04
Hjónaband
erum við ekkert
fljótum í tilbreytingarlausu jafnvægi
mér finnst svo gaman að pirra þig smá
bara til að geta sagt
-fyrirgefðu ástin mín
svo elskar þú mig enn meira en nokkurntímann áður
þegar þú brosir til mín og faðmar mig að heita líkamanum með traustu höndunum
Ég elska ástina sem sést í augunum þínum þegar þú fyrirgefur
Lukka
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2006 | 16:28
Gæt vel þessa dags...
Gæt vel þessa dags.
Því gærdagurinn er draumur
og morgundagurinn hugboð
en þessi dagur í dag
sé honum vel varið
umbreytir hverjum gærdegi
í verðmæta minningu
og hverjum morgundegi
í vonarbjarma.
Gæt þú því vel þessa dags.
Dagurinn í dag
er dagurinn þinn..
Þú getur gert við hann
hvað sem þú vilt.
Gærdaginn áttir þú.
Honum getur þú ekki breytt.
Um morgundaginn veist þú ekki neitt.
En daginn í dag átt þú.
Gefðu honum allt sem þú megnar
Svo einhver finni í kvöld
að það er gott að þú ert til.
A. Rosenbladt
Bloggar | Breytt 27.4.2008 kl. 14:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2006 | 16:11
Í dag
Dagurinn í dag
er dagurinn þinn..
Þú getur gert við hann
hvað sem þú vilt.
Gærdaginn áttir þú.
Honum getur þú ekki breytt.
Um morgundaginn veist þú ekki neitt.
En daginn í dag átt þú.
Gefðu honum allt sem þú megnar
Svo einhver finni í kvöld
að það er gott að þú ert til.
A. Rosenbladt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)