í þýðingu Gunnars Dal
Allt sem er
í þessum alheimi okkar
kemur frá því
sem ekki er.
Þegar þú skilur undrið mikla,
rót alls sem er,
verður þú eins og það
og þarfnast einskis framar.
Taó Te Ching
Þegar ekkert
er í huga þínum
og hugur þinn
er ekki bundinn
við neitt,
þá fyllist tóm þitt
af undrinu mikla.
To-shan / Tokusan
Þegar þú gengur skaltu ganga,
þegar þú situr skaltu sitja.
umfram allt: Ekki tvístíga.
Yun-men / Ummon
Margir óttast
að tæma hugann.
Þeir halda að þá falli þeir
inn í tómið.
Þeir vita ekki að hugur þeirra
er tómið.
Fáfróður maður
lifir í heimi fyrirbrigðanna
en ekki í heimi andans.
Vitur maður lifir í heimi andans
en ekki í heimi fyrirbrigðanna.
Huang-po / Obaku
Sannleikurinn er í okkur
en við leitum hans í fjarlægð.
Það er harmsaga okkar.
Við erum eins og menn
sem eru að farast úr þorsta,
en vatnið er alls staðar
í kringum okkur.
Hakuin
Eitt er allt.
Allt er eitt.
Þegar þú veist þetta
hættir þú að hafa áhyggjur af því
að vera ekki fullkominn!
Seng-tsan / Sosan
Þinn eigin hugur
ruglar hugsanir þínar.
Gættu huga þíns
Gömul hæka
Hinn fullkomni maður
notar huga sinn eins og spegil.
Hann tekur ekkert
en hafnar heldur engu.
Hann tekur á móti öllu
en geymir ekkert.
Chang-tzu / Soshi
Það er hugsanlegt
að maður líti út eins og kjáni
en sé það ekki.
Hann gæti líka verið gáfaður maður
en farið vel með það.
Zengetsu
Hvað heyrist
þegar klappað er
Með einni hendi?
Zen þversögn
Þú getur þekkt allan heiminn
án þess að fara neitt.
Þú getur þekkt lög Himinsins
án þess að opna gluggann.
Sannleikurinn er sá
að því legra í burt sem þú ferð
því minna veistu.
Tao Te Ching
Og hér sit ég
í friði og spekt
og geri ekki neitt.
Vorið er komið
og grasið grær af sjálfum sér.
Zenrin
Meginflokkur: Bækur | Aukaflokkur: Bloggar | 23.4.2006 | 16:15 (breytt kl. 16:27) | Facebook